Bóksalar borguðu sjálfum sér nær tvöfalda húsaleigu 24. febrúar 2011 06:00 Eigendur Kaupangs, sem rak Bókabúð Máls og menningar (BMM) við Laugaveg, létu verslunina greiða tæplega tvöfalt hærri húsaleigu en Penninn-Eymundsson greiddi er hann rak þar verslun. Sjálfir áttu þeir húsnæðið sem bókabúðin leigði. Húsaleiga BMM nam 3,4 milljónum króna á mánuði undir lok árs 2009, samkvæmt ársreikningi verslunarinnar. Þetta er 30 til 35 prósenta hærra leiguverð en í sambærilegu verslunarrými í nágrenni bókabúðarinnar við Laugaveg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Starfsfólki BMM var tilkynnt fyrir viku að hún væri farin í þrot og var dyrum hennar skellt í lás. Kaupangur keypti húsið sem verslunin var í árið 2007. Á sama tíma átti Penninn-Eymundsson rekstur bókabúðarinnar. Penninn varð gjaldþrota snemma árs 2009 og tók Nýja Kaupþing, nú Arion banki, reksturinn yfir. Forsvarsmenn Kaupangs vildu í kjölfarið hækka leigu bókaverslunarinnar úr um 1,8 milljónum króna í 3,4 milljónir, eða um tæp hundrað prósent. Eftir því sem næst verður komist voru rökin þau að hátt verð hefði verið greitt fyrir fasteignina og yrði Kaupangur því að krefjast hárrar húsaleigu. Samningar náðust ekki og lauk samstarfi Pennans og Kaupangs með því að Arion banki flutti rekstur verslunarinnar upp á Skólavörðustíg. Flest starfsfólk fór sömu leið. Þrátt fyrir þetta ákváðu þeir Jóhannes Sigurðsson og Bjarki Júlíusson, eigendur Kaupangs, að halda rekstri bókaverslunarinnar áfram. Viðmælendur Fréttablaðsins sem reka verslanir við Laugaveg, úr röðum fyrrverandi starfsfólks BMM og Pennans-Eymundsson sem komu að samningum um leiguverðið á sínum tíma segja erfitt að reka verslun með svo hárri húsaleigu. Það skýri að stórum hluta ástæðu þess að verslunin fór í þrot. Jóhannes Sigurðsson, stjórnarformaður BMM, vildi ekki tjá sig um leiguverðið við blaðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins telja einhverjir birgjar BMM að semja hefði átt við þá áður en verslunin fór í þrot og íhuga málshöfðun. Jóhannes segir að reynt verði að lágmarka tap birgja.- jab Fréttir Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Eigendur Kaupangs, sem rak Bókabúð Máls og menningar (BMM) við Laugaveg, létu verslunina greiða tæplega tvöfalt hærri húsaleigu en Penninn-Eymundsson greiddi er hann rak þar verslun. Sjálfir áttu þeir húsnæðið sem bókabúðin leigði. Húsaleiga BMM nam 3,4 milljónum króna á mánuði undir lok árs 2009, samkvæmt ársreikningi verslunarinnar. Þetta er 30 til 35 prósenta hærra leiguverð en í sambærilegu verslunarrými í nágrenni bókabúðarinnar við Laugaveg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Starfsfólki BMM var tilkynnt fyrir viku að hún væri farin í þrot og var dyrum hennar skellt í lás. Kaupangur keypti húsið sem verslunin var í árið 2007. Á sama tíma átti Penninn-Eymundsson rekstur bókabúðarinnar. Penninn varð gjaldþrota snemma árs 2009 og tók Nýja Kaupþing, nú Arion banki, reksturinn yfir. Forsvarsmenn Kaupangs vildu í kjölfarið hækka leigu bókaverslunarinnar úr um 1,8 milljónum króna í 3,4 milljónir, eða um tæp hundrað prósent. Eftir því sem næst verður komist voru rökin þau að hátt verð hefði verið greitt fyrir fasteignina og yrði Kaupangur því að krefjast hárrar húsaleigu. Samningar náðust ekki og lauk samstarfi Pennans og Kaupangs með því að Arion banki flutti rekstur verslunarinnar upp á Skólavörðustíg. Flest starfsfólk fór sömu leið. Þrátt fyrir þetta ákváðu þeir Jóhannes Sigurðsson og Bjarki Júlíusson, eigendur Kaupangs, að halda rekstri bókaverslunarinnar áfram. Viðmælendur Fréttablaðsins sem reka verslanir við Laugaveg, úr röðum fyrrverandi starfsfólks BMM og Pennans-Eymundsson sem komu að samningum um leiguverðið á sínum tíma segja erfitt að reka verslun með svo hárri húsaleigu. Það skýri að stórum hluta ástæðu þess að verslunin fór í þrot. Jóhannes Sigurðsson, stjórnarformaður BMM, vildi ekki tjá sig um leiguverðið við blaðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins telja einhverjir birgjar BMM að semja hefði átt við þá áður en verslunin fór í þrot og íhuga málshöfðun. Jóhannes segir að reynt verði að lágmarka tap birgja.- jab
Fréttir Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira