Hárdoktorinn kveður Ísland 28. janúar 2011 11:30 Jón Atli Helgason flytur búferlum til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann sinna tónlist og plötusnúðamennsku.fréttablaðið/vilhelm Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke. Jón Atli hyggst dvelja í Danmörku í það minnsta fram á sumar en telur ekki ólíklegt að hann verði lengur en það. Aðspurður segist hann spenntur fyrir flutningunum og þeim verkefnum sem bíða hans. „Ég er búinn að fá alveg nóg," segir hann og slær á létta strengi. „Nei, ástæðan fyrir því að ég er að fara er sú að mig langar að geta sinnt tónlistinni betur. Mér finnst svo gaman að vinna sem plötusnúður en hér heima eru voðalega fáir staðir til að spila á ef maður spilar „house"-tónlist. Það er mun auðveldara að koma sér á framfæri og redda sér verkefnum úti heldur en hér," útskýrir hann. Jón Atli kemur fram undir sviðsnafninu Sexy Lazer þegar hann þeytir skífum og hefur þegar bókað þó nokkur verkefni bæði í Kaupmannahöfn og víðar. „Ég hef tekið að mér verkefni tengd tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem hefst í næstu viku og svo mun ég spila á karnivali í Köln í mars. Ég ætla líka að halda eitthvað áfram að klippa hár og mögulega hanna kaffihús þannig að maður er ekki verkefnalaus," segir Jón Atli, sem hefur verið einn vinsælasti klippari landsins undanfarin ár. Jón Atli segist ekki vera búinn að pakka fyrir ferðina og viðurkennir að hann kvíði því helst að þurfa að tæma fataskápinn. „Systir mín verður í íbúðinni á meðan ég er í burtu, sem er mjög þægilegt. Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að taka fjölskyldumyndirnar niður af veggnum. Erfiðasta verkefnið verður að velja úr fataskápnum," segir hann að lokum og hlær. sara@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke. Jón Atli hyggst dvelja í Danmörku í það minnsta fram á sumar en telur ekki ólíklegt að hann verði lengur en það. Aðspurður segist hann spenntur fyrir flutningunum og þeim verkefnum sem bíða hans. „Ég er búinn að fá alveg nóg," segir hann og slær á létta strengi. „Nei, ástæðan fyrir því að ég er að fara er sú að mig langar að geta sinnt tónlistinni betur. Mér finnst svo gaman að vinna sem plötusnúður en hér heima eru voðalega fáir staðir til að spila á ef maður spilar „house"-tónlist. Það er mun auðveldara að koma sér á framfæri og redda sér verkefnum úti heldur en hér," útskýrir hann. Jón Atli kemur fram undir sviðsnafninu Sexy Lazer þegar hann þeytir skífum og hefur þegar bókað þó nokkur verkefni bæði í Kaupmannahöfn og víðar. „Ég hef tekið að mér verkefni tengd tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem hefst í næstu viku og svo mun ég spila á karnivali í Köln í mars. Ég ætla líka að halda eitthvað áfram að klippa hár og mögulega hanna kaffihús þannig að maður er ekki verkefnalaus," segir Jón Atli, sem hefur verið einn vinsælasti klippari landsins undanfarin ár. Jón Atli segist ekki vera búinn að pakka fyrir ferðina og viðurkennir að hann kvíði því helst að þurfa að tæma fataskápinn. „Systir mín verður í íbúðinni á meðan ég er í burtu, sem er mjög þægilegt. Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að taka fjölskyldumyndirnar niður af veggnum. Erfiðasta verkefnið verður að velja úr fataskápnum," segir hann að lokum og hlær. sara@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira