Niðurskurður verðandi skuld Gerður Kristný skrifar 14. febrúar 2011 00:01 Fyrir um áratug tók ég blaðaviðtal austur á Litla-Hrauni við mann sem sat inni fyrir morð. Þetta var vel menntaður fjölskyldufaðir sem hafði leiðst út í neyslu eiturlyfja og framið ódæðið undir áhrifum þeirra. Ekki halda að orðið „kaldrifjaður" og „samviskulaus" hafi átt við þennan mann. Kvikmyndir, fjölmiðlar og bækur gefa ekki alltaf rétta mynd af veruleikanum og viðmælandi minn átti mjög erfitt með að horfast í augu við hvað hann hafði gert og hvaða stefnu líf hans hafði skyndilega tekið. Ég man að hann hafði misst pabba sinn ungur en sá hafði svipt sig lífi. Um það vildi viðmælandi minn samt ekkert ræða. Eitthvað fór þetta síðdegi á Hrauninu að leita á mig þegar ég las fréttir síðustu viku um réttarhöldin yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem varð mannsbani fyrir hálfu ári. Hann missti einmitt föður sinn barn að aldri en hann féll líka fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir velferðarkerfið sem við Íslendingar höfum stært okkur svo mjög af missum við alltaf sjónar á sumu fólki, fullorðnum sem sjá enga aðra leið út úr vanlíðan sinni en sjálfsmorð og börnum sem sitja eftir með vanlíðan, sjálfsásakanir og jafnvel skömm. Og nú þegar á að fara að draga saman í heilbrigðis- og menntakerfinu er ágætt að fara yfir hvort þjónustan sem hingað til hefur boðist hafi virkilega verið svo merkileg að mögulegt sé að draga úr henni. Það er til að mynda fullstutt síðan við áttuðum okkur á langvarandi afleiðingum eineltis og kynferðisofbeldis á börn og þar með jafnvel allt líf þeirra. Ein af sparnaðarhugmyndunum sem stjórnmálamenn hafa kynnt undanfarnar vikur er að sameina skóla. Þeim finnst einn af ávinningunum við það vera sá að þannig er hægt að fækka stjórnendum. Það verður vitaskuld til þess að hver stjórnandi hefur fleiri skjólstæðinga á sínum snærum og þá er ekki laust við að fari um mann. Við erum allt of fámenn þjóð til að geta séð á eftir nokkurri manneskju inn í óhamingjuna og í ljósi þess að við höfum hingað til ekki staðið okkur neitt sérstaklega vel í umönnum barna megum við ekki við jafnmiklum breytingum á skólakerfinu og boðaðar hafa verið. Velferðarkerfið okkar er allt of viðkvæmt til þess. Leik- og grunnskólastigið er mikilvægasta skólastigið og það sem meira er, þá er bernskan heilög. Þau fáu ár sem hún spannar móta okkur sem fullorðið fólk. Til bernskunnar sækjum við góðar minningar að ylja okkur við þegar illa árar. Bernska er bjargræði. Því má ekkert út af bera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Fyrir um áratug tók ég blaðaviðtal austur á Litla-Hrauni við mann sem sat inni fyrir morð. Þetta var vel menntaður fjölskyldufaðir sem hafði leiðst út í neyslu eiturlyfja og framið ódæðið undir áhrifum þeirra. Ekki halda að orðið „kaldrifjaður" og „samviskulaus" hafi átt við þennan mann. Kvikmyndir, fjölmiðlar og bækur gefa ekki alltaf rétta mynd af veruleikanum og viðmælandi minn átti mjög erfitt með að horfast í augu við hvað hann hafði gert og hvaða stefnu líf hans hafði skyndilega tekið. Ég man að hann hafði misst pabba sinn ungur en sá hafði svipt sig lífi. Um það vildi viðmælandi minn samt ekkert ræða. Eitthvað fór þetta síðdegi á Hrauninu að leita á mig þegar ég las fréttir síðustu viku um réttarhöldin yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem varð mannsbani fyrir hálfu ári. Hann missti einmitt föður sinn barn að aldri en hann féll líka fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir velferðarkerfið sem við Íslendingar höfum stært okkur svo mjög af missum við alltaf sjónar á sumu fólki, fullorðnum sem sjá enga aðra leið út úr vanlíðan sinni en sjálfsmorð og börnum sem sitja eftir með vanlíðan, sjálfsásakanir og jafnvel skömm. Og nú þegar á að fara að draga saman í heilbrigðis- og menntakerfinu er ágætt að fara yfir hvort þjónustan sem hingað til hefur boðist hafi virkilega verið svo merkileg að mögulegt sé að draga úr henni. Það er til að mynda fullstutt síðan við áttuðum okkur á langvarandi afleiðingum eineltis og kynferðisofbeldis á börn og þar með jafnvel allt líf þeirra. Ein af sparnaðarhugmyndunum sem stjórnmálamenn hafa kynnt undanfarnar vikur er að sameina skóla. Þeim finnst einn af ávinningunum við það vera sá að þannig er hægt að fækka stjórnendum. Það verður vitaskuld til þess að hver stjórnandi hefur fleiri skjólstæðinga á sínum snærum og þá er ekki laust við að fari um mann. Við erum allt of fámenn þjóð til að geta séð á eftir nokkurri manneskju inn í óhamingjuna og í ljósi þess að við höfum hingað til ekki staðið okkur neitt sérstaklega vel í umönnum barna megum við ekki við jafnmiklum breytingum á skólakerfinu og boðaðar hafa verið. Velferðarkerfið okkar er allt of viðkvæmt til þess. Leik- og grunnskólastigið er mikilvægasta skólastigið og það sem meira er, þá er bernskan heilög. Þau fáu ár sem hún spannar móta okkur sem fullorðið fólk. Til bernskunnar sækjum við góðar minningar að ylja okkur við þegar illa árar. Bernska er bjargræði. Því má ekkert út af bera.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun