Með píslarvottorð í leikfimi Atli Fannar Bjarkason skrifar 3. desember 2011 12:02 Skólabörn í Reykjavík mega ekki fara með Faðir vorið í árlegum heimsóknum sínum í kirkjur borgarinnar. Þau mega raunar ekki taka þátt í neinum helgiathöfnum á skólatíma. Sóknarprestum finnst það hvorki gott né blessað. Í kristinni trú er m.a. að finna góðan boðskap sem er öllum hollur. Náungakærleikur og umburðarlyndi er á meðal þess sem kirkjunnarmenn predika, en þetta eru mannkostir sem börn eiga undir öllum kringumstæðum að tileinka sér heima fyrir og iðka í skólum (og annars staðar). Það er því algjör óþarfi að hleypa trúfélögum inn í skólana til þess að predika það sem börnin eiga að kunna. Boð og bönn Reykjavíkurborgar fóru fyrir brjóstið á biskupi Íslands og prestum. Séra Þórhallur Heimisson var sérstaklega sár og skrifaði bloggfærslu sem var veruleikafirrtari en túlkun Fyrstu Mósebókar á sköpun heimsins (og meðfylgjandi teikningar sem sýna Adam og Evu með nafla. Hvernig meikar það sens?). Kokhraustur sagði séra Þórhallur að nú væri sjálf fyrirgefningin bönnuð í skólum Reykjavíkur og að börnum væri hreinlega meinað að forðast hið illa og freistingar sem geta farið illa með þau í lífinu. Allt vegna þess að þau fara ekki með Faðir vorið í skólanum. Þórhallur var greinilega einn af þeim sem fengu píslarvottorð í leikfimi á grunnskólaárum sínum. Ekki veit ég hvers börn múslima, búddista, hindúa, konfúsíista, ásatrúarmanna, sjintóa og trúleysingja eiga að gjalda. Faðir vor er álíka viðeigandi vísa í eyrum þeirra og slagorðið „I'm loving it“ er fyrir grænmetisætur. Samkvæmt Þórhalli Heimissyni fara þessi guðsvoluðu börn út í lífið blinduð á freistingar og berskjölduð gagnvart hinu illa. Almáttugur! Samstarf skóla og þjóðkirkjunnar er tímaskekkja og Reykjavík er eina sveitarfélagið sem vill leiðrétta hana. Til upplýsingar eru sérstakar messur haldnar vikulega í krossmerktum glæsihýsum víða um land, einmitt svo fólk sem aðhyllist þessa trú geti iðkað hana. Fyrir hina er boðskapur Simpson-fjölskyldunnar alveg jafn vel til þess fallinn og Faðir vorið að teikna siðferðislínu fyrir börnin. En það er samt enginn brjálaður yfir því barnið sitt fái ekki að horfa á nógu marga Simpson-þætti í skólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun
Skólabörn í Reykjavík mega ekki fara með Faðir vorið í árlegum heimsóknum sínum í kirkjur borgarinnar. Þau mega raunar ekki taka þátt í neinum helgiathöfnum á skólatíma. Sóknarprestum finnst það hvorki gott né blessað. Í kristinni trú er m.a. að finna góðan boðskap sem er öllum hollur. Náungakærleikur og umburðarlyndi er á meðal þess sem kirkjunnarmenn predika, en þetta eru mannkostir sem börn eiga undir öllum kringumstæðum að tileinka sér heima fyrir og iðka í skólum (og annars staðar). Það er því algjör óþarfi að hleypa trúfélögum inn í skólana til þess að predika það sem börnin eiga að kunna. Boð og bönn Reykjavíkurborgar fóru fyrir brjóstið á biskupi Íslands og prestum. Séra Þórhallur Heimisson var sérstaklega sár og skrifaði bloggfærslu sem var veruleikafirrtari en túlkun Fyrstu Mósebókar á sköpun heimsins (og meðfylgjandi teikningar sem sýna Adam og Evu með nafla. Hvernig meikar það sens?). Kokhraustur sagði séra Þórhallur að nú væri sjálf fyrirgefningin bönnuð í skólum Reykjavíkur og að börnum væri hreinlega meinað að forðast hið illa og freistingar sem geta farið illa með þau í lífinu. Allt vegna þess að þau fara ekki með Faðir vorið í skólanum. Þórhallur var greinilega einn af þeim sem fengu píslarvottorð í leikfimi á grunnskólaárum sínum. Ekki veit ég hvers börn múslima, búddista, hindúa, konfúsíista, ásatrúarmanna, sjintóa og trúleysingja eiga að gjalda. Faðir vor er álíka viðeigandi vísa í eyrum þeirra og slagorðið „I'm loving it“ er fyrir grænmetisætur. Samkvæmt Þórhalli Heimissyni fara þessi guðsvoluðu börn út í lífið blinduð á freistingar og berskjölduð gagnvart hinu illa. Almáttugur! Samstarf skóla og þjóðkirkjunnar er tímaskekkja og Reykjavík er eina sveitarfélagið sem vill leiðrétta hana. Til upplýsingar eru sérstakar messur haldnar vikulega í krossmerktum glæsihýsum víða um land, einmitt svo fólk sem aðhyllist þessa trú geti iðkað hana. Fyrir hina er boðskapur Simpson-fjölskyldunnar alveg jafn vel til þess fallinn og Faðir vorið að teikna siðferðislínu fyrir börnin. En það er samt enginn brjálaður yfir því barnið sitt fái ekki að horfa á nógu marga Simpson-þætti í skólanum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun