Tottenham tapaði á heimavelli - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2011 14:06 Stuðningsmenn PAOK fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Gríska liðið PAOK tryggði sér í kvöld sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA með 2-1 sigri á Tottenham á heimavelli. Þeir ensku eru í slæmri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og eru nánast úr leik. Tottenham verður að vinna Shamrock Rovers með nokkum stórum mun í lokaumferð riðlakeppninnar og treysta á að PAOK vinni Rubin Kazan á sama tíma. Grikkirnir voru komnir með 2-0 forystu eftir aðeins þrettán mínútur með mörkum þeirra Dimitrios Salpingidis og Stefanos Athenaiadis. Kostas Stafylidis fékk svo að líta beint rautt spjald á 37. mínútu fyrir að verja skot Harry Kane á marklínu með höndinni. Víti var dæmt og Luka Modric náði að minnka muninn fyrir heimamenn í 2-1. En þrátt fyrir að hafa verið í yfirtölu allan seinni hálfleikinn náði Tottenham ekki að jafna metin. Jermain Defoe kom reyndar boltanum í markið en það var dæmt af. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er hins vegar úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn en sóknarmaður FCK, Dame N'Doye, skoraði reyndar bæði mörk leiksins. AZ Alkmaar er í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli gegn sænska liðinu Malmö á útivelli í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum. AZ dugir líklega jafntefli við Metalist Kharkov í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum en síðarnefnda liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins:A-riðill: Rubin Kazan - Shamrock Rovers 4-1 Tottenham - PAOK Thessaloniki 1-2B-riðill: Standard Liege - Hannover 96 2-0 Vorskia Poltava - FCK 1-1G-riðill: Malmö FF - AZ Alkmaar 0-0 Metalist Kharkiv - Austria Vienna 4-1I-riðill: Stade Rennes - Udinese 0-0 Celtic - Atletico Madrid 0-1H-riðill: NK Maribor - Club Brugge 3-4 Sporting Braga - Birmingham City 1-0C-riðill: Rapid Búkarest - Hapoel Tel Aviv 1-3 Legia Varsjá - PSV Eindhoven 0-3 Evrópudeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Gríska liðið PAOK tryggði sér í kvöld sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA með 2-1 sigri á Tottenham á heimavelli. Þeir ensku eru í slæmri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og eru nánast úr leik. Tottenham verður að vinna Shamrock Rovers með nokkum stórum mun í lokaumferð riðlakeppninnar og treysta á að PAOK vinni Rubin Kazan á sama tíma. Grikkirnir voru komnir með 2-0 forystu eftir aðeins þrettán mínútur með mörkum þeirra Dimitrios Salpingidis og Stefanos Athenaiadis. Kostas Stafylidis fékk svo að líta beint rautt spjald á 37. mínútu fyrir að verja skot Harry Kane á marklínu með höndinni. Víti var dæmt og Luka Modric náði að minnka muninn fyrir heimamenn í 2-1. En þrátt fyrir að hafa verið í yfirtölu allan seinni hálfleikinn náði Tottenham ekki að jafna metin. Jermain Defoe kom reyndar boltanum í markið en það var dæmt af. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er hins vegar úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn en sóknarmaður FCK, Dame N'Doye, skoraði reyndar bæði mörk leiksins. AZ Alkmaar er í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli gegn sænska liðinu Malmö á útivelli í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum. AZ dugir líklega jafntefli við Metalist Kharkov í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum en síðarnefnda liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins:A-riðill: Rubin Kazan - Shamrock Rovers 4-1 Tottenham - PAOK Thessaloniki 1-2B-riðill: Standard Liege - Hannover 96 2-0 Vorskia Poltava - FCK 1-1G-riðill: Malmö FF - AZ Alkmaar 0-0 Metalist Kharkiv - Austria Vienna 4-1I-riðill: Stade Rennes - Udinese 0-0 Celtic - Atletico Madrid 0-1H-riðill: NK Maribor - Club Brugge 3-4 Sporting Braga - Birmingham City 1-0C-riðill: Rapid Búkarest - Hapoel Tel Aviv 1-3 Legia Varsjá - PSV Eindhoven 0-3
Evrópudeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira