Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Karl Lúðvíksson skrifar 7. nóvember 2011 13:04 Mynd af www.strengir.is Það voru vægast sagt erfiðar aðstæður til rjúpnaveiða í Breiðdal og á Jöklusvæðinu sl. helgi er veiðar hófust. Engin snjór og nánast sumarhiti niður í dölunum á föstudag og lítið um rjúpu á hefbundnum svæðum. En það var eins gott að nýja svæðið upp á Jökuldalsheiði var með því þar var nægur snjór og rjúpa líka! Á bilinu 6-10 manns voru að veiðum þar og náðu að minnsta kosti 70 rjúpum og flestum á föstudaginn. Veðrið breyttist til hins verra hina tvo dagana og var minni veiði þá, en engu að síður fengu flestir skammtinn sinn þarna uppfrá. Það er laust á þessu svæði núna um helgina 5. - 6. nóvember og einnig 19. - 20. nóvember, áhugasamir geta haft samband við Strengi til að fá leyfi á þessum svæðum. Stangveiði Mest lesið 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði
Það voru vægast sagt erfiðar aðstæður til rjúpnaveiða í Breiðdal og á Jöklusvæðinu sl. helgi er veiðar hófust. Engin snjór og nánast sumarhiti niður í dölunum á föstudag og lítið um rjúpu á hefbundnum svæðum. En það var eins gott að nýja svæðið upp á Jökuldalsheiði var með því þar var nægur snjór og rjúpa líka! Á bilinu 6-10 manns voru að veiðum þar og náðu að minnsta kosti 70 rjúpum og flestum á föstudaginn. Veðrið breyttist til hins verra hina tvo dagana og var minni veiði þá, en engu að síður fengu flestir skammtinn sinn þarna uppfrá. Það er laust á þessu svæði núna um helgina 5. - 6. nóvember og einnig 19. - 20. nóvember, áhugasamir geta haft samband við Strengi til að fá leyfi á þessum svæðum.
Stangveiði Mest lesið 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði