Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Karl Lúðvíksson skrifar 31. október 2011 14:54 Samkvæmt þeim bráðabirgðatölum sem fyrir liggja má áætla að stangveiði á laxi sumarið 2011 hafi verið um 53.200 laxar sem er í heild um 19% minni veiði en 2010 þegar heildarstangveiðin var 74.961 lax. Stangveiði á laxi 2011 var minni en veiði síðustu þriggja ára en svipuð og hún var 2007 og 2005 og í heild sú sjötta mesta frá upphafi skráninga veiði úr íslenskum laxveiðiám. Af veiðinni 2011 var um 11.000 laxa veiði í ám þar sem meirihluti veiðinnar var upprunninn úr sleppingum gönguseiða. Stangveiði þeirra áa sem byggja veiði á náttúrulegum löxum var því um 42.200 laxar sem er um 15.200 löxum minna en 2010. Heildarstangveiði ársins 2011 var um 25% yfir meðalveiði áranna 1974-2010 sem er 39.889 laxar. Í samanburði við árið 2010 kom fram minnkun í stangveiði í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Nákvæm sundurgreining veiðinnar liggur ekki fyrir en líkur er til að minnkun veiði milli ára stafi af minnkandi gengd laxa sem dvalið hafa 1 ár í sjó vegna lægri endurheimtu þeirra. Meira á https://www.veidimal.is/default.asp?sid_id=22185&tid=2&fre_id=121507&meira=1&Tre_Rod=001|001|007|&qsr Fréttin er af vef Veiðimálastofnunar Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði
Samkvæmt þeim bráðabirgðatölum sem fyrir liggja má áætla að stangveiði á laxi sumarið 2011 hafi verið um 53.200 laxar sem er í heild um 19% minni veiði en 2010 þegar heildarstangveiðin var 74.961 lax. Stangveiði á laxi 2011 var minni en veiði síðustu þriggja ára en svipuð og hún var 2007 og 2005 og í heild sú sjötta mesta frá upphafi skráninga veiði úr íslenskum laxveiðiám. Af veiðinni 2011 var um 11.000 laxa veiði í ám þar sem meirihluti veiðinnar var upprunninn úr sleppingum gönguseiða. Stangveiði þeirra áa sem byggja veiði á náttúrulegum löxum var því um 42.200 laxar sem er um 15.200 löxum minna en 2010. Heildarstangveiði ársins 2011 var um 25% yfir meðalveiði áranna 1974-2010 sem er 39.889 laxar. Í samanburði við árið 2010 kom fram minnkun í stangveiði í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Nákvæm sundurgreining veiðinnar liggur ekki fyrir en líkur er til að minnkun veiði milli ára stafi af minnkandi gengd laxa sem dvalið hafa 1 ár í sjó vegna lægri endurheimtu þeirra. Meira á https://www.veidimal.is/default.asp?sid_id=22185&tid=2&fre_id=121507&meira=1&Tre_Rod=001|001|007|&qsr Fréttin er af vef Veiðimálastofnunar
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði