Ódýrar stangir í Ytri Rangá - ágóðinn til Fjölskylduhjálparinnar Svavar Hávarðsson skrifar 20. október 2011 16:43 Rangárflúðirnar í Ytri-Rangá eru án efa einn allra gjöfulasti veiðistaðurinn Veiðifélagið Lax-á hefur ákveðið að bregðast við kalli Fjölskylduhjálpar Íslands og selur allar stangirnar 20 í Ytri-Rangá á morgun á sérstökum afslætti. Allar tekjur af sölu stanganna fyrir morgundaginn munu renna óskiptar til Fjölskylduhjálparinnar. Þessi ákvörðun var tekin hjá Lax-á í dag þegar fréttir bárust af því að neyðarástand sé að skapast hjá Fjölskylduhjálpinni. Stefán Sigurðsson sölustjóri hvetur veiðimenn til að bregðast við, hvort sem þeir komist í veiði í Ytri á morgun eða ekki. Margir eigi eflaust fullar kistur af fiski eftir sumarið og séu jafnvel tilbúnir að láta eitthvað af hendi rakna. Á morgun kostar stöngin aðeins 7.500 krónur og vel reitist upp af fiski enn. Spáin er góð og vart þarf að minna á að Ytri-Rangá trónir á toppi listans yfir aflahæstu ár sumarsins. Allt bendir til að áin losi fimm þúsund veidda laxa. Fyrir þá veiðimenn sem ekki komast í Ytri á morgun er reikningsnúmer Fjölskylduhjálparinnar: 101-26-66090, Kennitala: 660903-2590. Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði
Veiðifélagið Lax-á hefur ákveðið að bregðast við kalli Fjölskylduhjálpar Íslands og selur allar stangirnar 20 í Ytri-Rangá á morgun á sérstökum afslætti. Allar tekjur af sölu stanganna fyrir morgundaginn munu renna óskiptar til Fjölskylduhjálparinnar. Þessi ákvörðun var tekin hjá Lax-á í dag þegar fréttir bárust af því að neyðarástand sé að skapast hjá Fjölskylduhjálpinni. Stefán Sigurðsson sölustjóri hvetur veiðimenn til að bregðast við, hvort sem þeir komist í veiði í Ytri á morgun eða ekki. Margir eigi eflaust fullar kistur af fiski eftir sumarið og séu jafnvel tilbúnir að láta eitthvað af hendi rakna. Á morgun kostar stöngin aðeins 7.500 krónur og vel reitist upp af fiski enn. Spáin er góð og vart þarf að minna á að Ytri-Rangá trónir á toppi listans yfir aflahæstu ár sumarsins. Allt bendir til að áin losi fimm þúsund veidda laxa. Fyrir þá veiðimenn sem ekki komast í Ytri á morgun er reikningsnúmer Fjölskylduhjálparinnar: 101-26-66090, Kennitala: 660903-2590.
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði