Farið að bera á sjóbirting Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2011 20:15 Mynd af www.svfr.is Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu. Veiðimenn sem áttu hollið 10-12. september í Tungufljóti fengu tíu fiska, einn lax og níu sjóbirtinga. Flestir birtinganna fengust í vatnamótunum við Ása-Eldvatn og því ljóst að birtingurinn er mættur til leiks. Eitthvað urðu menn varir upp í á, misstu meðal annars fiska í Búrhyl og fiskur var einnig í Bjarnarfossi. Nú bíða menn eftir suð-austanáttinni sem búið er að lofa í lok vikunnar. Gæti hún lyft veiðánum sem margar hverjar eru orðnar ansi vatnslitlar eftir brakandi þurrka undanfarið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Korpu Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Veiði Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði
Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu. Veiðimenn sem áttu hollið 10-12. september í Tungufljóti fengu tíu fiska, einn lax og níu sjóbirtinga. Flestir birtinganna fengust í vatnamótunum við Ása-Eldvatn og því ljóst að birtingurinn er mættur til leiks. Eitthvað urðu menn varir upp í á, misstu meðal annars fiska í Búrhyl og fiskur var einnig í Bjarnarfossi. Nú bíða menn eftir suð-austanáttinni sem búið er að lofa í lok vikunnar. Gæti hún lyft veiðánum sem margar hverjar eru orðnar ansi vatnslitlar eftir brakandi þurrka undanfarið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Korpu Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Veiði Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Svona stækkar þú fiskinn á mynd Veiði