108 sm landað í Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 19. september 2011 12:00 Laxinn sem veiðimaður setti í við Hólakvörn var aldeilis ekki gamall lurkur úr vorgöngum heldur spikfeitur, nýrunnin og sjálfsagt með saltbragð í munni. Það eina sem var ekki sjáanlegt, og gefur til kynna nýrunnin lax úr sjó, var lúsin. Það tók um hálftíma að landa þessum höfðingja. Eins og sést á samanburðar myndinni, þar sem tvíhendan er lög til hliðar þessum stórlaxi og virkar sem silungastöng í samanburði, er þetta þvílík skepna ! Einn af veiðimönnunum í hollini 3. til 6. september setti í 3 stórlaxa og missti þá alla ! Einn af heimalingunum horfði á seinustu átökin hjá þessum veiðimanni í Hnausastreng. Þegar vanur maður eins og þessi lyftir öxlum þegar undirlínan er öll komin út og spyr um leið, „Hvað á ég núna að gera??“, er svarið afar einfalt: „Bíddu eftir að hann losi sig og settu bremsuna svo strax í botn næst þegar þú setur í álíka fisk.“ Þessi frétt er á vefnum www.vatnsdalsa.is Stangveiði Mest lesið Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Kynna veiðiperlur í Dölunum Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Lifnar yfir veiði í Brúará Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði
Laxinn sem veiðimaður setti í við Hólakvörn var aldeilis ekki gamall lurkur úr vorgöngum heldur spikfeitur, nýrunnin og sjálfsagt með saltbragð í munni. Það eina sem var ekki sjáanlegt, og gefur til kynna nýrunnin lax úr sjó, var lúsin. Það tók um hálftíma að landa þessum höfðingja. Eins og sést á samanburðar myndinni, þar sem tvíhendan er lög til hliðar þessum stórlaxi og virkar sem silungastöng í samanburði, er þetta þvílík skepna ! Einn af veiðimönnunum í hollini 3. til 6. september setti í 3 stórlaxa og missti þá alla ! Einn af heimalingunum horfði á seinustu átökin hjá þessum veiðimanni í Hnausastreng. Þegar vanur maður eins og þessi lyftir öxlum þegar undirlínan er öll komin út og spyr um leið, „Hvað á ég núna að gera??“, er svarið afar einfalt: „Bíddu eftir að hann losi sig og settu bremsuna svo strax í botn næst þegar þú setur í álíka fisk.“ Þessi frétt er á vefnum www.vatnsdalsa.is
Stangveiði Mest lesið Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Kynna veiðiperlur í Dölunum Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Flott veiði en skítakuldi í Tungufljóti Veiði Lifnar yfir veiði í Brúará Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði