Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá Af Vötn og Veiði skrifar 2. september 2011 09:39 Mynd af www.lax-.is Ytri Rangá fór á toppinn yfir aflahæstu laxveiðiár landsins í viðmiðunarviku LV, sem nær frá miðvikudegi til miðvikudags. Í gærkvöldi var Ytri Rangá með 3.388 laxa eftir 736 laxa viku! Á sama tíma var vikuveiðin mjög mikil, en ekki svona svaðaleg þó í Eystri Rangá sem fyrir vikið datt niður í annað sætið og var með 3.372 laxa í gærkvöldi. Ekki mikill munur í sjálfu sér, en þessi fantalega veiði í Ytri Rangá helgast af því að „maðkaopnun“ var í vikunni. Í gegnum tíðina hefur umrædd „opnun“ þó verið meiri spónveiðitörn í Ytri Rangá heldur en maðkveiðitörn, en allt um það, bara fyrstu tvær vaktirnar gáfu 180 laxa eftir því sem okkur var tjáð. Framhaldið hefur verið í stíl og fylgir sögunni að mikil veisla sé í gangi, mikið af fiski fyrir og lax enn að ganga af umtalsverðum krafti. Þessar heildartölur eru nokkuð lakari en í fyrra, en göngur eru greinilega mun seinna á ferð og enginn vafi að lokatölur verða vel háar og gildir það um báðar Rangárnar. Meira á http://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4009 Stangveiði Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Ytri Rangá fór á toppinn yfir aflahæstu laxveiðiár landsins í viðmiðunarviku LV, sem nær frá miðvikudegi til miðvikudags. Í gærkvöldi var Ytri Rangá með 3.388 laxa eftir 736 laxa viku! Á sama tíma var vikuveiðin mjög mikil, en ekki svona svaðaleg þó í Eystri Rangá sem fyrir vikið datt niður í annað sætið og var með 3.372 laxa í gærkvöldi. Ekki mikill munur í sjálfu sér, en þessi fantalega veiði í Ytri Rangá helgast af því að „maðkaopnun“ var í vikunni. Í gegnum tíðina hefur umrædd „opnun“ þó verið meiri spónveiðitörn í Ytri Rangá heldur en maðkveiðitörn, en allt um það, bara fyrstu tvær vaktirnar gáfu 180 laxa eftir því sem okkur var tjáð. Framhaldið hefur verið í stíl og fylgir sögunni að mikil veisla sé í gangi, mikið af fiski fyrir og lax enn að ganga af umtalsverðum krafti. Þessar heildartölur eru nokkuð lakari en í fyrra, en göngur eru greinilega mun seinna á ferð og enginn vafi að lokatölur verða vel háar og gildir það um báðar Rangárnar. Meira á http://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4009
Stangveiði Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði