Tveir risar úr Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2011 20:29 Mynd af www.vatnsdalsa.is Vatnsdalsá heldur áfram að gefa risalaxa og nú nýverið voru tveir dregnir á land sem mældust 100 sm og 103 sm. Annar laxinn var tekinn í Hnausastreng en hinn í Hlíðarfljóti. Þess má geta að 100 sm laxinn sem var tekinn í Hnausastreng var maríulax. Ekki amalegt að byrja veiðiferilinn á svona flottum lax. Hin hefðbundna haustveiði virðist ekki ennþá farin í gang samkvæmt fréttum af vef þeirra Vatnsdalsármanna www.vatnsdalsa.is því veiðistaðir eins og Hnausastengur eru ennþá inni, en samkvæmt venjunni ætti veiðin að vera farin að færast meira uppá dal. Áin gæti því ennþá bætt við nokkrum risum í veiðibókina en þeir eru komnir vel á fjórða tuginn drjólarnir úr ánni í sumar. Stangveiði Mest lesið Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði
Vatnsdalsá heldur áfram að gefa risalaxa og nú nýverið voru tveir dregnir á land sem mældust 100 sm og 103 sm. Annar laxinn var tekinn í Hnausastreng en hinn í Hlíðarfljóti. Þess má geta að 100 sm laxinn sem var tekinn í Hnausastreng var maríulax. Ekki amalegt að byrja veiðiferilinn á svona flottum lax. Hin hefðbundna haustveiði virðist ekki ennþá farin í gang samkvæmt fréttum af vef þeirra Vatnsdalsármanna www.vatnsdalsa.is því veiðistaðir eins og Hnausastengur eru ennþá inni, en samkvæmt venjunni ætti veiðin að vera farin að færast meira uppá dal. Áin gæti því ennþá bætt við nokkrum risum í veiðibókina en þeir eru komnir vel á fjórða tuginn drjólarnir úr ánni í sumar.
Stangveiði Mest lesið Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 41 punda lax í net undan austurlandi Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði Eystri Rangá er að hrökkva í gang Veiði