Simpson hefur unnið sér inn 600 milljónir kr. á þessu ári Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. september 2011 10:00 Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. AP Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. Með sigrinum er Simpson í efsta sæti Fed-Ex úrslitakeppninnar þegar tvö mót eru eftir en hann er í dauðafæri að næla sér í gríðarlegt verðlaunafé sem er í boði fyrir sigurvegarann í úrslitakeppninni. Sigurvegarinn fær 10 milljónir dala eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Simpson, sem er 26 ára gamall, fagnaði sínum fyrsta sigri á ferlinum í Greensboro fyrir þremur vikum en á því móti keppti Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Á þessu ári hefur Simpson fengið um 600 milljónir kr. í verðlaunafé en hann fékk um 100 milljónir kr. í verðlaunafé á árinu 2010. Luke Donald frá Englandi og efsti maður heimslistans, deildi þriðja sætinu með Brand Snedeker frá Bandaríkjunum og Ástralanum Jason Day. Þeir léku allir á -13. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari. Með sigrinum er Simpson í efsta sæti Fed-Ex úrslitakeppninnar þegar tvö mót eru eftir en hann er í dauðafæri að næla sér í gríðarlegt verðlaunafé sem er í boði fyrir sigurvegarann í úrslitakeppninni. Sigurvegarinn fær 10 milljónir dala eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr. Simpson, sem er 26 ára gamall, fagnaði sínum fyrsta sigri á ferlinum í Greensboro fyrir þremur vikum en á því móti keppti Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum. Á þessu ári hefur Simpson fengið um 600 milljónir kr. í verðlaunafé en hann fékk um 100 milljónir kr. í verðlaunafé á árinu 2010. Luke Donald frá Englandi og efsti maður heimslistans, deildi þriðja sætinu með Brand Snedeker frá Bandaríkjunum og Ástralanum Jason Day. Þeir léku allir á -13.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira