Gæsaveiðin fer rólega af stað Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2011 08:35 Við höfum haft spurnir af nokkrum hópum gæsaveiðimanna sem fóru til veiða þann 20. ágúst þegar gæsaveiðin hófst. Flestir þeirra voru á Heiðagæs og voru menn að koma sér fyrir á morgun- og náttflugsstöðum um vestanvert hálendið. Veðrið var skyttunum frekar óhægstætt en flestir hóparnir fengu þó eitthvað. Mesta veiðin var 18 fuglar sem þrír vaskir menn náðu í nágrenni Blöndulóns. Höfðu þeir þó á orði að ungfuglinn væri óvenjulega smár og lágt hlutfall af honum í hópunum. Á norðurlandi fréttum við af tveim skyttum sem lágu fyrir á stað sem þeir þekkja vel. Þegar birti af morgni heyrðist gæsagarg og þeir félagarnir gerðu sig klára. Þá gerist það að 15-20 Heiðagæsir komu labbandi inn í gervigæsirnar með ungana sína sem voru ófleygir. Skytturnar stóðu þá upp og gæsirnar hlupu undan þeim, já hlupu undan þeim! Það er alltaf að verða greinilegra að kalda vorið hefur haft töluverðar afleiðingar á varpið og víst að besti tíminn á gæsina verður síðar í haust þegar ungarnir hafa náð betri stærð og verða orðnir fleygir. Annars er þetta misjafnt eftir landhlutum. Það sést svo líklega enn betur hvernig ástandið er þegar gæsin fer að safnast saman á tún og akra landsins en það gerist þó ekki fyrr en það fer að kólna meira til fjalla. Stangveiði Mest lesið Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði
Við höfum haft spurnir af nokkrum hópum gæsaveiðimanna sem fóru til veiða þann 20. ágúst þegar gæsaveiðin hófst. Flestir þeirra voru á Heiðagæs og voru menn að koma sér fyrir á morgun- og náttflugsstöðum um vestanvert hálendið. Veðrið var skyttunum frekar óhægstætt en flestir hóparnir fengu þó eitthvað. Mesta veiðin var 18 fuglar sem þrír vaskir menn náðu í nágrenni Blöndulóns. Höfðu þeir þó á orði að ungfuglinn væri óvenjulega smár og lágt hlutfall af honum í hópunum. Á norðurlandi fréttum við af tveim skyttum sem lágu fyrir á stað sem þeir þekkja vel. Þegar birti af morgni heyrðist gæsagarg og þeir félagarnir gerðu sig klára. Þá gerist það að 15-20 Heiðagæsir komu labbandi inn í gervigæsirnar með ungana sína sem voru ófleygir. Skytturnar stóðu þá upp og gæsirnar hlupu undan þeim, já hlupu undan þeim! Það er alltaf að verða greinilegra að kalda vorið hefur haft töluverðar afleiðingar á varpið og víst að besti tíminn á gæsina verður síðar í haust þegar ungarnir hafa náð betri stærð og verða orðnir fleygir. Annars er þetta misjafnt eftir landhlutum. Það sést svo líklega enn betur hvernig ástandið er þegar gæsin fer að safnast saman á tún og akra landsins en það gerist þó ekki fyrr en það fer að kólna meira til fjalla.
Stangveiði Mest lesið Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði