Veiðitölur úr Andakílsá Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2011 09:32 Gunnar Bender með lax úr Andakílsá Mynd af www.svfr.is Nú þegar að um þriðjungur veiðitímans er liðinn í Andakílsá hafa veiðst rúmlega 70 laxar. Heita má að þetta séu eðlilegar veiðitölur úr ánni. Það heyrast raddir um rólega veiði í Andakilnum þetta sumarið. Það er alrangt því að eftir metveiðisumrin 2008 og 2009 hafa menn gleymt því hvernig Andakílsá er í raun. Veiðin þessi tvö sumur fór annars vegar yfir 700 laxa og hins vegar í 840 laxa voru í hæsta máta óeðlileg og í engum takt við raunverulega veiði í ánni. Því til staðfestingar má benda á að jafnvel þó svo að umrædd metár séu tekin inn í 35 ára meðaltalsveiði árinnar þá er meðalveiði ekki nema 191 lax á sumri. Ekki þarf að leita lengra en til ársins 2002 til að finna 92 laxa sumarveiði. Á hádegi í dag voru komnir 72 laxar úr Andakílsá. Holl sem var að ljúka veiðum fékk átta laxa á tveimur dögum á tvær stangir. Eitthvað sem vanir Andakílsármenn eru fyllilega sáttir við. Veitt er í ánni fram til. Veiddir laxar á hádegi 1/8/2011 voru 72. Holl sem lauk veiðum í dag á hádegi fékk 8 laxa á 2 dögum. Veitt er í ánni út Septembermánuð og því ljóst að veiðin í sumar ætti að vera í góðu meðallagi ef allt gengur að óskum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði
Nú þegar að um þriðjungur veiðitímans er liðinn í Andakílsá hafa veiðst rúmlega 70 laxar. Heita má að þetta séu eðlilegar veiðitölur úr ánni. Það heyrast raddir um rólega veiði í Andakilnum þetta sumarið. Það er alrangt því að eftir metveiðisumrin 2008 og 2009 hafa menn gleymt því hvernig Andakílsá er í raun. Veiðin þessi tvö sumur fór annars vegar yfir 700 laxa og hins vegar í 840 laxa voru í hæsta máta óeðlileg og í engum takt við raunverulega veiði í ánni. Því til staðfestingar má benda á að jafnvel þó svo að umrædd metár séu tekin inn í 35 ára meðaltalsveiði árinnar þá er meðalveiði ekki nema 191 lax á sumri. Ekki þarf að leita lengra en til ársins 2002 til að finna 92 laxa sumarveiði. Á hádegi í dag voru komnir 72 laxar úr Andakílsá. Holl sem var að ljúka veiðum fékk átta laxa á tveimur dögum á tvær stangir. Eitthvað sem vanir Andakílsármenn eru fyllilega sáttir við. Veitt er í ánni fram til. Veiddir laxar á hádegi 1/8/2011 voru 72. Holl sem lauk veiðum í dag á hádegi fékk 8 laxa á 2 dögum. Veitt er í ánni út Septembermánuð og því ljóst að veiðin í sumar ætti að vera í góðu meðallagi ef allt gengur að óskum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði