126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2011 10:49 Mynd af www.lax-a.is Í gær veiddust 126 laxar í Eystri Rangá og er áin þá komin í 955 laxa. Núna eru kröftugar göngur í ánna og má reikna með að hún verði fljót upp í 2000 laxa þegar flestir dagarnir framundan ættu að skila yfir 100 löxum. Sumir staðirnir eru alveg pakkaðir af laxi og hann gengur hratt upp á efri staðina. Við heyrðum af veiðimanni sem fékk 5 laxa á svæði 8 og alla grálúsuga. Það veiddust 6280 laxar í ánni í fyrra samkvæmt veiðitölum inná www.angling.is og miðað við hvað það er mikið af laxi í ánni þá má reikna með að hún gæti alveg náð þeirri tölu. En það verður þóað hafa í huga að það fór allt mikið seinna af stað heldur en síðasta sumar. Af öðrum ám á svæðinu má nefna að Affallið virðist loksins komið í gang og lax hefur verið að ganga í auknum mæli í ánna síðustu daga. Eins eru fyrstu laxarnir komnir á land úr Þverá í Fljótshlíð. Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn mættur í Þjórsá Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði
Í gær veiddust 126 laxar í Eystri Rangá og er áin þá komin í 955 laxa. Núna eru kröftugar göngur í ánna og má reikna með að hún verði fljót upp í 2000 laxa þegar flestir dagarnir framundan ættu að skila yfir 100 löxum. Sumir staðirnir eru alveg pakkaðir af laxi og hann gengur hratt upp á efri staðina. Við heyrðum af veiðimanni sem fékk 5 laxa á svæði 8 og alla grálúsuga. Það veiddust 6280 laxar í ánni í fyrra samkvæmt veiðitölum inná www.angling.is og miðað við hvað það er mikið af laxi í ánni þá má reikna með að hún gæti alveg náð þeirri tölu. En það verður þóað hafa í huga að það fór allt mikið seinna af stað heldur en síðasta sumar. Af öðrum ám á svæðinu má nefna að Affallið virðist loksins komið í gang og lax hefur verið að ganga í auknum mæli í ánna síðustu daga. Eins eru fyrstu laxarnir komnir á land úr Þverá í Fljótshlíð.
Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn mættur í Þjórsá Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði