Breiðdalsá komin í 450 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2011 15:19 Lax þreyttur í Skammadalsbreiðu í Breiðdalsá Mynd: Karl Lúðvíksson Frábær veiði hefur verið í Breiðdalsá það sem af er tímabili og nú eru 450 laxar komnir á land og tveir bestu mánuðurnir framundan. Ef þetta heldur svona áfram stefnir allt í nýtt met í ánni. Uppistaðan í veiðinni er tveggja ára lax sem kemur vel haldin úr sjó en samkvæmt Þresti Elliðasyni leigutaka Breiðdalsár þá er smálaxinn aðeins farinn að sýna sig síðustu daga. Af öðrum svæðum hjá Þresti þá er Jökla að koma vel út og það eru líklega komnir um 150 laxar á land þar sem er mun meira en í fyrra og allar árnar hafa verið að skila laxi. Jökla fór snemma í yfirfall í fyrra en er núna svo til tær og allar aðstæður eins og þær verða bestar. með góðu móti á Jökla vel að geta farið í 500 laxa í sumar. Stangveiði Mest lesið Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði
Frábær veiði hefur verið í Breiðdalsá það sem af er tímabili og nú eru 450 laxar komnir á land og tveir bestu mánuðurnir framundan. Ef þetta heldur svona áfram stefnir allt í nýtt met í ánni. Uppistaðan í veiðinni er tveggja ára lax sem kemur vel haldin úr sjó en samkvæmt Þresti Elliðasyni leigutaka Breiðdalsár þá er smálaxinn aðeins farinn að sýna sig síðustu daga. Af öðrum svæðum hjá Þresti þá er Jökla að koma vel út og það eru líklega komnir um 150 laxar á land þar sem er mun meira en í fyrra og allar árnar hafa verið að skila laxi. Jökla fór snemma í yfirfall í fyrra en er núna svo til tær og allar aðstæður eins og þær verða bestar. með góðu móti á Jökla vel að geta farið í 500 laxa í sumar.
Stangveiði Mest lesið Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði