Umfjöllun: Valskonur í úrslit fjórða árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2011 21:08 Kristín Ýr Bjarnadóttir. Mynd/Daníel Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði eina markið þegar Valskonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld í undanúrslitaleik þeirra í Valitorbikarnum. Þetta er í fjórða árið í röð sem Valsliðið kemst alla leið í bikarúrslitin. Valskonur voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum í kvöld. Þær mættu ákveðnar til leiks og sóttu af kappi en stelpurnar úr Mosfellsbæ vörðust sem mest þær máttu. Á 21. mínútu leiksins kom fyrsta og eina mark leiksins. Þá sendi Dagný Brynjarsdóttir fyrir markið frá hægri þar sem Kristín Ýr var mætt og sendi boltann neðst í markhornið. Snyrtilegt mark og forystan verðskulduð. Laufey Ólafsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir fengu fín færi fyrir Val í hálfleiknum sem nýttust ekki. Þá átti Kristín Ýr tvö góð færi til viðbótar en bæði skot hennar og skalli fóru yfir mark Mosfellinga. Í síðari hálfleik var allt annað uppi á teningnum. Mosfellsstelpur ætluðu greinilega að selja sig dýrt enda sæti í úrslitaleik Valitor-bikarsins í húfi. Svo langt hefur Afturelding aldrei komist og möguleiki á að skrá sig í sögubækur félagsins. Þrátt fyrir baráttu og vilja gáfu Valskonur aðeins eitt færi á sér. Það fékk Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni. Hún komst þá ein gegn Meagan McCray sem varði mjög vel. Mollon var spræk í leiknum og góður liðsstyrkur fyrir Mosfellinga. Á hinum enda vallarins komst varamaðurinn Björk Gunnarsdóttir næst því að skora þegar hörkuskot hennar small í slánni. Fleiri urðu mörkin ekki og Valskonur komnar í bikarúrslitin í tuttugasta skipti. Þær hafa leikið níu af síðustu ellefu úrslitaleikjunum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði eina markið þegar Valskonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld í undanúrslitaleik þeirra í Valitorbikarnum. Þetta er í fjórða árið í röð sem Valsliðið kemst alla leið í bikarúrslitin. Valskonur voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum í kvöld. Þær mættu ákveðnar til leiks og sóttu af kappi en stelpurnar úr Mosfellsbæ vörðust sem mest þær máttu. Á 21. mínútu leiksins kom fyrsta og eina mark leiksins. Þá sendi Dagný Brynjarsdóttir fyrir markið frá hægri þar sem Kristín Ýr var mætt og sendi boltann neðst í markhornið. Snyrtilegt mark og forystan verðskulduð. Laufey Ólafsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir fengu fín færi fyrir Val í hálfleiknum sem nýttust ekki. Þá átti Kristín Ýr tvö góð færi til viðbótar en bæði skot hennar og skalli fóru yfir mark Mosfellinga. Í síðari hálfleik var allt annað uppi á teningnum. Mosfellsstelpur ætluðu greinilega að selja sig dýrt enda sæti í úrslitaleik Valitor-bikarsins í húfi. Svo langt hefur Afturelding aldrei komist og möguleiki á að skrá sig í sögubækur félagsins. Þrátt fyrir baráttu og vilja gáfu Valskonur aðeins eitt færi á sér. Það fékk Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni. Hún komst þá ein gegn Meagan McCray sem varði mjög vel. Mollon var spræk í leiknum og góður liðsstyrkur fyrir Mosfellinga. Á hinum enda vallarins komst varamaðurinn Björk Gunnarsdóttir næst því að skora þegar hörkuskot hennar small í slánni. Fleiri urðu mörkin ekki og Valskonur komnar í bikarúrslitin í tuttugasta skipti. Þær hafa leikið níu af síðustu ellefu úrslitaleikjunum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki