Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2011 09:15 Lax úr Kaldá á Jöklusvæðinu Mynd af www.strengir.is Veiðin bara eykst í Breiðdalsá og í gær komu 25 laxar á land og mikið af laxi að ganga, megnið stórlax en þó eitthvað af vænum smálaxi með. Áin fer að detta í 200 laxa í dag eða á morgun sem er frábær veiði frá 1. júlí er opnunin var. Á sama tíma í fyrra voru komnir 80 laxar en áin endaði þá í tæplega 1.200 löxum, svo miðað við það gæti stefnt í 2000 laxa í ár, en það væri auðvitað frábær árangur. Mikið bókað en ennþá eru 1-2 stangir lausar 20. - 23. júlí eða 23. - 26. júlí en þær fara væntanlega fljótlega miðað við áhugann. Næst er laust 28. - 31. ágúst og einnig hollið 31. ágúst – 3. september 3-4 stangir. Jökla gaf 7 bara í morgun á sex stangir, þar af tvær stórar 89 og 87 cm hrygnur og veiðin komin strax í 30 laxa, eða meira en helmingi meira en sama tíma 2010 sem gaf þó 350 laxa sumarið, svo stefnir í gott ár þar líka. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Rjúpnaveiðin róleg hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði
Veiðin bara eykst í Breiðdalsá og í gær komu 25 laxar á land og mikið af laxi að ganga, megnið stórlax en þó eitthvað af vænum smálaxi með. Áin fer að detta í 200 laxa í dag eða á morgun sem er frábær veiði frá 1. júlí er opnunin var. Á sama tíma í fyrra voru komnir 80 laxar en áin endaði þá í tæplega 1.200 löxum, svo miðað við það gæti stefnt í 2000 laxa í ár, en það væri auðvitað frábær árangur. Mikið bókað en ennþá eru 1-2 stangir lausar 20. - 23. júlí eða 23. - 26. júlí en þær fara væntanlega fljótlega miðað við áhugann. Næst er laust 28. - 31. ágúst og einnig hollið 31. ágúst – 3. september 3-4 stangir. Jökla gaf 7 bara í morgun á sex stangir, þar af tvær stórar 89 og 87 cm hrygnur og veiðin komin strax í 30 laxa, eða meira en helmingi meira en sama tíma 2010 sem gaf þó 350 laxa sumarið, svo stefnir í gott ár þar líka. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Rjúpnaveiðin róleg hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði