Stjarnan og Valur unnu góða sigra - langþráður sigur Aftureldingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2011 21:08 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Mynd/Stefán Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Stjörnunni yfir strax á fjórðu mínútu með skalla eftir hornspyrnu Soffíu Gunnarsdóttur og ellefu mínútum síðar skoraði Gunnhildur aftur eftir stoðsendingu frá Soffíu. Ashley Bares skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum síðar og Stjarnan var því komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Gunnhildur innsiglaði þrennu sína 17 mínútur fyrir leikslok með skalla eftir hornspyrnu frá Ingu Birnu Friðjónsdóttur áður en Anna Björg Björnsdóttir minnkaði muninn. Valskonur komust aftur á sigurbraut með 6-0 stórsigri á botnliði Grindavíkur. Dagný Brynjarsdóttir opnaði markareikninginn eftir hálftíma leik og í framhaldinu skoraði Valsliðið þrjú mörk til viðbótar á næstu tíu mínútum. Eftir það voru úrslitin löngu ráðin en Valsliðið bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö marka Vals. Afturelding sótti þrjú stig á KR-völlinn og vann þar sinn fyrsta deildarsigur síðan í maímánuði. Afturelding komst líka fyrir upp fyrir KR og upp í 7. sætið með þessum 3-0 sigri. Marcia Rosa Silva skoraði fyrsta markið og nýju stelpurnar í Mosfellsbænum, Anna Garðarsdóttir (beint úr aukaspyrnu) og Íris Dóra Snorradóttir skoruðu báðar í sínum fyrsta leik með liðinu.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Fylkir-Stjarnan 1-4 0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4.), 0-2 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (15.) 0-3 Ashley Bares (17.), 0-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (73.), 1-4 Anna Björg Björnsdóttir (78.)Grindavík-Valur 0-6 0-1 Dagný Brynjarsdóttir (30.), 0-2 Thelma Björk Einarsdóttir (33.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (37.), 0-4 Caitlin Miskel (39.), 0-5 Rakel Logadóttir (54.), 0-6 Kristín Ýr Bjarnadóttir (67.)KR-Afturelding 0-3 0-1 Marcia Rosa Silva (18.), 0-2 Anna Garðarsdóttir (26.), 0-3 Íris Dóra Snorradóttir (54.) Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Stjörnunni yfir strax á fjórðu mínútu með skalla eftir hornspyrnu Soffíu Gunnarsdóttur og ellefu mínútum síðar skoraði Gunnhildur aftur eftir stoðsendingu frá Soffíu. Ashley Bares skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum síðar og Stjarnan var því komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Gunnhildur innsiglaði þrennu sína 17 mínútur fyrir leikslok með skalla eftir hornspyrnu frá Ingu Birnu Friðjónsdóttur áður en Anna Björg Björnsdóttir minnkaði muninn. Valskonur komust aftur á sigurbraut með 6-0 stórsigri á botnliði Grindavíkur. Dagný Brynjarsdóttir opnaði markareikninginn eftir hálftíma leik og í framhaldinu skoraði Valsliðið þrjú mörk til viðbótar á næstu tíu mínútum. Eftir það voru úrslitin löngu ráðin en Valsliðið bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö marka Vals. Afturelding sótti þrjú stig á KR-völlinn og vann þar sinn fyrsta deildarsigur síðan í maímánuði. Afturelding komst líka fyrir upp fyrir KR og upp í 7. sætið með þessum 3-0 sigri. Marcia Rosa Silva skoraði fyrsta markið og nýju stelpurnar í Mosfellsbænum, Anna Garðarsdóttir (beint úr aukaspyrnu) og Íris Dóra Snorradóttir skoruðu báðar í sínum fyrsta leik með liðinu.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Fylkir-Stjarnan 1-4 0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4.), 0-2 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (15.) 0-3 Ashley Bares (17.), 0-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (73.), 1-4 Anna Björg Björnsdóttir (78.)Grindavík-Valur 0-6 0-1 Dagný Brynjarsdóttir (30.), 0-2 Thelma Björk Einarsdóttir (33.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (37.), 0-4 Caitlin Miskel (39.), 0-5 Rakel Logadóttir (54.), 0-6 Kristín Ýr Bjarnadóttir (67.)KR-Afturelding 0-3 0-1 Marcia Rosa Silva (18.), 0-2 Anna Garðarsdóttir (26.), 0-3 Íris Dóra Snorradóttir (54.) Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira