Frí smáskífa fyrir 3000 "likes" 1. júlí 2011 20:52 Hljómsveitirnar Gus Gus og Quarashi eru þessa daganna að brjóta blað í íslenskri tónlistarsögu með eftirtektarverðri leið til þess að koma tónlist sinni til sem flestra aðdáenda sinna, þeim að kostnaðarlausu. Sérstök heimasíða hefur verið opnuð í samstarfi við Ring þar sem stuðst er við notagildi "like"-hnappsins á Facebook til þess að koma tónlist sveitanna beint til netnotenda - og nota um leið "heimasvæði" (profile) aðdáenda sinna til þess að auglýsa útgáfuna frekar. Með þessu býður Ring upp á nýjar boðleiðir á milli tónlistarmanna og hlustendahóps þeirra. Þegar þetta er skrifað eru myndböndin tvö nýju lögin tvö af smáskífunni læst. Netnotendur þurfa að heimsækja síðuna og smella á "like"-hnappinn til þess að opna þau. Þegar 3000 notendur hafa meldað sig inn opnast myndböndin. Þá geta aðdáendur sveitanna sótt mp3 skrár af lögunum frítt. "Við erum með mestu hlutfallslega notkun á facebook í heiminum, yfir 65% af íslensku þjóðinni er nú virk á facebook og talan mun hærri þegar horft er á yngri kynslóðina. Það er því nauðsynlegt að tvinna þennan miðil inn í allt markaðsstarf, eigi það að ná árangri," segir Einar Benedikt Sigurðsson hjá Ring. "Hugmyndin kom upp þegar verið var að ræða nýja diskinn hjá Gus Gus. Upp kom sú hugmynd að fá tónlistarmenn úr hinum ýmsu áttum til þess rugla saman reitum. Þá kom upp spurning hverja við myndum vilja sjá saman. Mér fannst svarið augljóst - GusGus & Quarashi." Á okkar tímum þar sem stærsti hluti ungviðarins kynnir sér tónlist í gegnum streymi á netinu í gegnum símtækin sín og þar sem margir tónlistarmenn eru orðnir sínir eigin útgefendur er hér skyndilega komin leið til þess að ná athygli fjöldans á hraðan og skilvirkan hátt. Hluti smáskífunnar verður leikin í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitirnar Gus Gus og Quarashi eru þessa daganna að brjóta blað í íslenskri tónlistarsögu með eftirtektarverðri leið til þess að koma tónlist sinni til sem flestra aðdáenda sinna, þeim að kostnaðarlausu. Sérstök heimasíða hefur verið opnuð í samstarfi við Ring þar sem stuðst er við notagildi "like"-hnappsins á Facebook til þess að koma tónlist sveitanna beint til netnotenda - og nota um leið "heimasvæði" (profile) aðdáenda sinna til þess að auglýsa útgáfuna frekar. Með þessu býður Ring upp á nýjar boðleiðir á milli tónlistarmanna og hlustendahóps þeirra. Þegar þetta er skrifað eru myndböndin tvö nýju lögin tvö af smáskífunni læst. Netnotendur þurfa að heimsækja síðuna og smella á "like"-hnappinn til þess að opna þau. Þegar 3000 notendur hafa meldað sig inn opnast myndböndin. Þá geta aðdáendur sveitanna sótt mp3 skrár af lögunum frítt. "Við erum með mestu hlutfallslega notkun á facebook í heiminum, yfir 65% af íslensku þjóðinni er nú virk á facebook og talan mun hærri þegar horft er á yngri kynslóðina. Það er því nauðsynlegt að tvinna þennan miðil inn í allt markaðsstarf, eigi það að ná árangri," segir Einar Benedikt Sigurðsson hjá Ring. "Hugmyndin kom upp þegar verið var að ræða nýja diskinn hjá Gus Gus. Upp kom sú hugmynd að fá tónlistarmenn úr hinum ýmsu áttum til þess rugla saman reitum. Þá kom upp spurning hverja við myndum vilja sjá saman. Mér fannst svarið augljóst - GusGus & Quarashi." Á okkar tímum þar sem stærsti hluti ungviðarins kynnir sér tónlist í gegnum streymi á netinu í gegnum símtækin sín og þar sem margir tónlistarmenn eru orðnir sínir eigin útgefendur er hér skyndilega komin leið til þess að ná athygli fjöldans á hraðan og skilvirkan hátt. Hluti smáskífunnar verður leikin í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira