Guðmundur og Ólafur í 4. sæti á EM - Ísland mætir Noregi í dag Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. júlí 2011 09:45 Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á EM í golfi og endaði í fjórða sæti í einstaklingskeppninni ásamt Ólafi B. Loftssyni. Mynd/GVA Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Scott Fernandez frá Spáni lék best allra í höggleiknum eða -9 (66-69), landi hans Adrian Otaeque varð annar á -7 (67-70) og Thomas Pieters frá Belgíu lék einnig á -7 (70-67). Axel Bóasson úr GK lék einnig undir pari í gær eða á 71 höggi, -1. Ólafur Loftsson úr Nesklúbbnum lék á pari eða 72 höggum. Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Arnar Snær Hákonarson (GR) og Guðjón Henning Hilmarsson (GKG) léku allir á +4 eða 76 höggum. Liðinum 20 var raðað í þrjá riðla eftir skori eftir höggleikskeppnina. Átta efstu þjóðirnar leika í A-riðli, 9-16 í B-riðli og 17-20 í C-riðli. Þær þjóðir sem enda í 13 efstu sætunum halda keppnisrétti sínum á Evrópumeistaramótinu.Lokastaðan eftir höggleikinn:A-riðill: 1. Spánn -24 2. Þýskaland -20 3. Frakkland -18 4. Finnland -12 5. Sviss -12 6. Írland -12 7. Skotland -12 8. Svíþjóð -12B-riðill 9. England -4 10. Ísland -2 11. Austurríki -1 12. Holland -1 13. Danmörk par 14. Ítalía +2 15. Noregur +7 16. Wales +10C-riðill 17. Portúgal +10 18. Belgía +17 19. Slóvakía +19 20. Rússland +61 Golf Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Scott Fernandez frá Spáni lék best allra í höggleiknum eða -9 (66-69), landi hans Adrian Otaeque varð annar á -7 (67-70) og Thomas Pieters frá Belgíu lék einnig á -7 (70-67). Axel Bóasson úr GK lék einnig undir pari í gær eða á 71 höggi, -1. Ólafur Loftsson úr Nesklúbbnum lék á pari eða 72 höggum. Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Arnar Snær Hákonarson (GR) og Guðjón Henning Hilmarsson (GKG) léku allir á +4 eða 76 höggum. Liðinum 20 var raðað í þrjá riðla eftir skori eftir höggleikskeppnina. Átta efstu þjóðirnar leika í A-riðli, 9-16 í B-riðli og 17-20 í C-riðli. Þær þjóðir sem enda í 13 efstu sætunum halda keppnisrétti sínum á Evrópumeistaramótinu.Lokastaðan eftir höggleikinn:A-riðill: 1. Spánn -24 2. Þýskaland -20 3. Frakkland -18 4. Finnland -12 5. Sviss -12 6. Írland -12 7. Skotland -12 8. Svíþjóð -12B-riðill 9. England -4 10. Ísland -2 11. Austurríki -1 12. Holland -1 13. Danmörk par 14. Ítalía +2 15. Noregur +7 16. Wales +10C-riðill 17. Portúgal +10 18. Belgía +17 19. Slóvakía +19 20. Rússland +61
Golf Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira