Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2011 12:11 Mynd: www.veidikortid.is Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 27 vötn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna: Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík. Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Torfadalsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni. Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, Höfðabrekkutjörnum og Þveit. Upplýsingar um hvaða veiðisvæði er að ræða má nálgast á heimasíðu Landssambands stangaveiðifélaga www.landssambandid.is eða fá bækling um það í flestum veiðibúðum og á Olís-stöðvum um land allt. Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Flottir fiskar í Norðlingafljóti Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 27 vötn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna: Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík. Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Torfadalsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni. Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, Höfðabrekkutjörnum og Þveit. Upplýsingar um hvaða veiðisvæði er að ræða má nálgast á heimasíðu Landssambands stangaveiðifélaga www.landssambandid.is eða fá bækling um það í flestum veiðibúðum og á Olís-stöðvum um land allt.
Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Flottir fiskar í Norðlingafljóti Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði