Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2011 10:26 Ingvar með 85 cm lax sem hann landaði í Norðurá Ingvar Svendsen og Hermann bróðir hans luku veiðum í Norðurá í gær og við fengum smá fréttir af veiðunum. Það sem líklegast stendur upp úr eru þrír tveggja ára laxar sem þeir bræður fengu í Stekkjarfljótinu og þeir misstu annað eins. Það sem vekur athygli okkar er að þessir þrír laxar voru allir tveggja ára fiskar úr sjó. Þeir tveir stærstu 85 cm sem hefur verið sjaldséð í Norðurá. Er það mál þeirra sem voru við veiðar í því holli að meira af tveggja ára laxi hefur verið að sjást í ánni heldur en síðustu ár. Samkvæmt frétt hjá SVFR hefur smálax eitthvað farið að láta sjá sig en það var svo sem ekki við öðru að búast þegar það styttist í stóra júnístrauminn. Þá hellist fiskur sér inn í Norðurá og Þverá. Það er gaman framundan hjá þeim sem eiga daga í ánum í Borgarfirði. Stangveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal: 111 sentímetra lax úr Höfðahyl Veiði Komið að kaflaskilum segir Þröstur Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði 102 sm hængur úr Vatnsdalsá Veiði Urriðagangan er á laugardaginn Veiði
Ingvar Svendsen og Hermann bróðir hans luku veiðum í Norðurá í gær og við fengum smá fréttir af veiðunum. Það sem líklegast stendur upp úr eru þrír tveggja ára laxar sem þeir bræður fengu í Stekkjarfljótinu og þeir misstu annað eins. Það sem vekur athygli okkar er að þessir þrír laxar voru allir tveggja ára fiskar úr sjó. Þeir tveir stærstu 85 cm sem hefur verið sjaldséð í Norðurá. Er það mál þeirra sem voru við veiðar í því holli að meira af tveggja ára laxi hefur verið að sjást í ánni heldur en síðustu ár. Samkvæmt frétt hjá SVFR hefur smálax eitthvað farið að láta sjá sig en það var svo sem ekki við öðru að búast þegar það styttist í stóra júnístrauminn. Þá hellist fiskur sér inn í Norðurá og Þverá. Það er gaman framundan hjá þeim sem eiga daga í ánum í Borgarfirði.
Stangveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal: 111 sentímetra lax úr Höfðahyl Veiði Komið að kaflaskilum segir Þröstur Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði 102 sm hængur úr Vatnsdalsá Veiði Urriðagangan er á laugardaginn Veiði