Áhugaverð breytingatilraun Gus Gus Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. júní 2011 15:21 Útgáfutónleikar Gusgus eru 18. júní. Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag. "Við höfum haldið marga tónleika á Nasa og við vorum stundum að bíða til klukkan rúmlega tvö um nóttina eftir því að nægilega margir væru mættir svo að hægt að hefja giggið," útskýrði Biggi í þættinum. "Við ákváðum því að auglýsa eina tónleika á kristilegum tíma. Húsið opnar átta og við förum á svið klukkan níu. Svo þegar það seldist upp á þá ákváðum við prufa að bæta við öðru giggi seinna sama kvöld. Svona getur fólk bara skellt sér á barinn að giggi loknu - og þarf ekki að vera alveg út úr heiminum á tónleikunum sjálfum." Gus gus auglýsti fyrst fyrri tónleikana og Biggi viðurkennir að nokkrir þeirra sem keyptu miða vilji nú frekar mæta á seinna giggið. Hann sagði að verið væri að koma því fyrir að hægt sé að skipta á miðum. Nýja breiðskífa Gus Gus - Arabian Horse - hefur fengið fullt hús stiga hjá flestum þeirra sem hafa gagnrýnt hana í prentmiðlum. Biggi Veira mætti liðinn "Selebb Shuffle" í Vasadiskó þættinum - en þangað mæta þekktir einstaklingar með mp3 safnið sitt og setja á shuffle. Öll lögin úr safni Bigga Veiru voru teknólög. Hér er listinn: Pryda - Reeperbahn Alter Ego - Jolly Joker (SuperMayer Remix) Mr. Flash - Couscous Paul Kalkbrenner - Altes Kamuffel (Special Berlin Calling Edit) Anthony Rother - So Good Jimmi Hill - Late Nigth Sleaze Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag. "Við höfum haldið marga tónleika á Nasa og við vorum stundum að bíða til klukkan rúmlega tvö um nóttina eftir því að nægilega margir væru mættir svo að hægt að hefja giggið," útskýrði Biggi í þættinum. "Við ákváðum því að auglýsa eina tónleika á kristilegum tíma. Húsið opnar átta og við förum á svið klukkan níu. Svo þegar það seldist upp á þá ákváðum við prufa að bæta við öðru giggi seinna sama kvöld. Svona getur fólk bara skellt sér á barinn að giggi loknu - og þarf ekki að vera alveg út úr heiminum á tónleikunum sjálfum." Gus gus auglýsti fyrst fyrri tónleikana og Biggi viðurkennir að nokkrir þeirra sem keyptu miða vilji nú frekar mæta á seinna giggið. Hann sagði að verið væri að koma því fyrir að hægt sé að skipta á miðum. Nýja breiðskífa Gus Gus - Arabian Horse - hefur fengið fullt hús stiga hjá flestum þeirra sem hafa gagnrýnt hana í prentmiðlum. Biggi Veira mætti liðinn "Selebb Shuffle" í Vasadiskó þættinum - en þangað mæta þekktir einstaklingar með mp3 safnið sitt og setja á shuffle. Öll lögin úr safni Bigga Veiru voru teknólög. Hér er listinn: Pryda - Reeperbahn Alter Ego - Jolly Joker (SuperMayer Remix) Mr. Flash - Couscous Paul Kalkbrenner - Altes Kamuffel (Special Berlin Calling Edit) Anthony Rother - So Good Jimmi Hill - Late Nigth Sleaze Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira