Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Karl Lúðvíksson skrifar 29. maí 2011 21:17 Tignarlegt stökk hjá nýgengum laxi Það fer ekkert á milli mála að það er mættir einhverjir laxar í árnar. Það hefur sést til laxa nokkrum sinnum í Laxá í Kjós og þá má það heita pottþétt mál að Norðurá, Þverá/Kjarrá, Blanda og jafnvel fleiri ár séu þegar komnar með einhverja laxa í sína hylji. Það væru góðar fréttir ef veiðin færi jafnvel af stað og jafn snemma og í fyrra þegar meira og minna allar ár áttu frábærar opnanir. En nú horfa menn til sunnudagsins 5. júní þegar Norðurá og Blanda opna. Blanda opnaði feikilega vel í fyrra og sumarið allt var frábært á öllum svæðum nema þó síst á svæði 2, en það kemur helst til vegna þess hve illa svæðið var stundað. Veiðivísir verður með puttana á fréttunum og birtir myndir af fyrstu löxunum um leið og þær berast. Þetta er að bresta á...... Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði
Það fer ekkert á milli mála að það er mættir einhverjir laxar í árnar. Það hefur sést til laxa nokkrum sinnum í Laxá í Kjós og þá má það heita pottþétt mál að Norðurá, Þverá/Kjarrá, Blanda og jafnvel fleiri ár séu þegar komnar með einhverja laxa í sína hylji. Það væru góðar fréttir ef veiðin færi jafnvel af stað og jafn snemma og í fyrra þegar meira og minna allar ár áttu frábærar opnanir. En nú horfa menn til sunnudagsins 5. júní þegar Norðurá og Blanda opna. Blanda opnaði feikilega vel í fyrra og sumarið allt var frábært á öllum svæðum nema þó síst á svæði 2, en það kemur helst til vegna þess hve illa svæðið var stundað. Veiðivísir verður með puttana á fréttunum og birtir myndir af fyrstu löxunum um leið og þær berast. Þetta er að bresta á......
Stangveiði Mest lesið 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði