Veðbankar hafa trú á Tiger fyrir Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. apríl 2011 17:30 Sýnir Tiger Woods sinn fyrri styrk á Masters? Nordic Photos/Getty Images Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag. Woods var fyrir helgina efstur hjá flestum veðbönkum hvað varðar sigur í Masters mótinu en nú hefur Phil Mickelson tekið efsta sætið hjá veðbönkum. Woods, sem er einn sigursælasta kylfingur allra tíma, hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér eftir að upp komst stórfellt framhjáhald hans fyrir einu og hálfu ári. Besti árangur Woods í ár er 10. sætið á Cadillac Championship mótinu á Heimsmótaröðinni um miðjan síðasta mánuð. Woods hefur fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Masters mótinu og vonast til að bæta þeim fimmta við um næstu helgi. Alls hefur Woods unnið 14 risamót á ferlinum og stefnir að því að bæta met Jack Nicklaus sem vann alls 18 risamót á mögnuðum golfferli. Allir fjórir keppnisdagarnir frá Masters mótinu verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Hér má sjá stuðull SkyBet fyrir Masters mótið: Phil Mickelson 13/2 Tiger Woods 10/1 Lee Westwood 14/1 Nick Watney 16/1 Martin Kaymer 18/1 Luke Donald 22/1 Justin Rose 25/1 Dustin Johnson 28/1 Rory McIlroy 28/1 Hunter Mahan 30/1 Padraig Harrington 33/1 Matt Kuchar 33/1 Paul Casey 33/1 Bubba Watson 33/1 Graeme Mcdowell 35/1 Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag. Woods var fyrir helgina efstur hjá flestum veðbönkum hvað varðar sigur í Masters mótinu en nú hefur Phil Mickelson tekið efsta sætið hjá veðbönkum. Woods, sem er einn sigursælasta kylfingur allra tíma, hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér eftir að upp komst stórfellt framhjáhald hans fyrir einu og hálfu ári. Besti árangur Woods í ár er 10. sætið á Cadillac Championship mótinu á Heimsmótaröðinni um miðjan síðasta mánuð. Woods hefur fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Masters mótinu og vonast til að bæta þeim fimmta við um næstu helgi. Alls hefur Woods unnið 14 risamót á ferlinum og stefnir að því að bæta met Jack Nicklaus sem vann alls 18 risamót á mögnuðum golfferli. Allir fjórir keppnisdagarnir frá Masters mótinu verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Hér má sjá stuðull SkyBet fyrir Masters mótið: Phil Mickelson 13/2 Tiger Woods 10/1 Lee Westwood 14/1 Nick Watney 16/1 Martin Kaymer 18/1 Luke Donald 22/1 Justin Rose 25/1 Dustin Johnson 28/1 Rory McIlroy 28/1 Hunter Mahan 30/1 Padraig Harrington 33/1 Matt Kuchar 33/1 Paul Casey 33/1 Bubba Watson 33/1 Graeme Mcdowell 35/1
Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira