Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. apríl 2011 22:15 Lee Westwood er næstbesti kylfingur heims. Nordic Photos/Getty Images Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum. „Ég hef verið að pútta á teppinu heima því púttin er hvergi hraðari en á Augusta vellinum. Púttstrokan er að verða betri. Sjálfstraustið er mikið,“ segir Westwood sem er næstbesti kylfingur heims um þessar mundir, á eftir Þjóðverjanum Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum. Masters mótið er fyrsta risamót ársins og varð Westwood í öðru sæti í mótinu á síðast ári á eftir Phil Mickelson. Westwood hefur aldrei unnið risamót á ferlinum og er orðinn langeygur eftir fyrsta sigrinum. Hann hefur verið í topp-3 í fjórum af síðustu fimm risamótum og þykir líklegur til afreka í Masters mótinu. Westwood náði einnig efsta sætinu á heimslistanum síðasta haust og einbeitir sér nú að því að ná fyrsta risasigrinum. „Ég hlakka til að keppa í risamótunum. Ég hef verið meira í baráttunni í undanförnum risamótum og veit hvað til þarf. Ég er búinn að vera sá besti og nú á ég bara eftir að vinna risamót.“ Allir fjórir keppnisdagarnir á Masters mótinu verða í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum. „Ég hef verið að pútta á teppinu heima því púttin er hvergi hraðari en á Augusta vellinum. Púttstrokan er að verða betri. Sjálfstraustið er mikið,“ segir Westwood sem er næstbesti kylfingur heims um þessar mundir, á eftir Þjóðverjanum Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum. Masters mótið er fyrsta risamót ársins og varð Westwood í öðru sæti í mótinu á síðast ári á eftir Phil Mickelson. Westwood hefur aldrei unnið risamót á ferlinum og er orðinn langeygur eftir fyrsta sigrinum. Hann hefur verið í topp-3 í fjórum af síðustu fimm risamótum og þykir líklegur til afreka í Masters mótinu. Westwood náði einnig efsta sætinu á heimslistanum síðasta haust og einbeitir sér nú að því að ná fyrsta risasigrinum. „Ég hlakka til að keppa í risamótunum. Ég hef verið meira í baráttunni í undanförnum risamótum og veit hvað til þarf. Ég er búinn að vera sá besti og nú á ég bara eftir að vinna risamót.“ Allir fjórir keppnisdagarnir á Masters mótinu verða í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.
Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira