Búum til börn Bergsteinn Sigurðsson skrifar 29. mars 2011 09:17 Einu sinni setti enskur heimspekingur fram þá tilgátu að við fæðingu væri manneskjan óskrifað blað. Um helgina setti Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, fram þá tilgátu í samtali við fréttastofu RÚV að við fæðingu væri manneskjan óútfyllt ávísun. Þess vegna þyrfti að rannsaka hvort efnalitlar, einhleypar konur hömuðust við að punda út börnum og maka krókinn á velferðarkerfinu. Kristín baðst afsökunar í gær á því hvernig orð sín "komu út", svona upp á íslenska mátann. Það er gott að sjá að sér þegar tilefni er til en að hinu er að gá að þótt illa ígrunduð ummæli séu sett í samhengi eru þau samt illa ígrunduð. Önnur ummæli í sömu frétt vöktu líka athygli mína, ekki síst vegna þess að þau voru í algjörri mótsögn við þau fyrri. Kristín undraðist það nefnilega að hér hefði ekki dregið úr fæðingum eftir hrun og þótti "sérkennilegt miðað við þessar erfiðu aðstæður að fólk skuli ekki fresta því að eignast börn". Sérkennilegt miðað við þessar aðstæður að fólk skuli ekki fresta því að eignast börn. Það er eins og barneignir séu komnar í flokk með jeppum, flatskjáum, utanlandsferðum og öðrum óþarfa lúxus sem við getum ekki leyft okkur þegar harðnar á dalnum. Afskaplega er þetta eitthvað köld og frjálshyggjuleg afstaða. Að fólk geti gjört svo vel og slegið lífinu á frest vegna þess að skuldastaða þess gagnvart eignastöðu er ekki jákvæð. Það er spurning hvort stjórnvöld ríði ekki á vaðið og gefi út einhvers konar efnahagslegan barneignastuðul, þannig að getnaðurinn geti farið fram með góðri samvisku. Þegar þarf að draga úr þeim gæti forsætisráðherra stappað í okkur stálinu með innblásnum þjóðhátíðarræðum: "Hluti þess nýja vanda, sem nú er við að fást, birtist okkur í greiðslum á fæðingarorlofi og barnabótum. Eina leiðin til að bregðast við er að draga úr barneignum. Í stað þess að eiga þitt eigið barn, með tilheyrandi rekstrarkostnaði, fáið þá systkinabörnin lánuð yfir eina helgi. Drýgja má enn betri nýtingu á barna-auði með tilflutningi yfir í aðrar fjölskyldur. Nú ríður á að sýna ráðdeild." Auðvitað eiga verðandi foreldrar að sýna ábyrgð og reyna að búa þannig um hnútana að börn þeirra þurfi ekki að líða skort og fái ást og umhyggju. Og ætli velflestir geri það ekki. Þess vegna hefði maður haldið að það væri fagnaðarefni að það fæðast ennþá börn á Íslandi. Það er kannski vísbending um að þegar allt kemur til alls er staðan ekki endilega jafn slæm og við erum gjörn á að telja okkur trú um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Skoðanir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Einu sinni setti enskur heimspekingur fram þá tilgátu að við fæðingu væri manneskjan óskrifað blað. Um helgina setti Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, fram þá tilgátu í samtali við fréttastofu RÚV að við fæðingu væri manneskjan óútfyllt ávísun. Þess vegna þyrfti að rannsaka hvort efnalitlar, einhleypar konur hömuðust við að punda út börnum og maka krókinn á velferðarkerfinu. Kristín baðst afsökunar í gær á því hvernig orð sín "komu út", svona upp á íslenska mátann. Það er gott að sjá að sér þegar tilefni er til en að hinu er að gá að þótt illa ígrunduð ummæli séu sett í samhengi eru þau samt illa ígrunduð. Önnur ummæli í sömu frétt vöktu líka athygli mína, ekki síst vegna þess að þau voru í algjörri mótsögn við þau fyrri. Kristín undraðist það nefnilega að hér hefði ekki dregið úr fæðingum eftir hrun og þótti "sérkennilegt miðað við þessar erfiðu aðstæður að fólk skuli ekki fresta því að eignast börn". Sérkennilegt miðað við þessar aðstæður að fólk skuli ekki fresta því að eignast börn. Það er eins og barneignir séu komnar í flokk með jeppum, flatskjáum, utanlandsferðum og öðrum óþarfa lúxus sem við getum ekki leyft okkur þegar harðnar á dalnum. Afskaplega er þetta eitthvað köld og frjálshyggjuleg afstaða. Að fólk geti gjört svo vel og slegið lífinu á frest vegna þess að skuldastaða þess gagnvart eignastöðu er ekki jákvæð. Það er spurning hvort stjórnvöld ríði ekki á vaðið og gefi út einhvers konar efnahagslegan barneignastuðul, þannig að getnaðurinn geti farið fram með góðri samvisku. Þegar þarf að draga úr þeim gæti forsætisráðherra stappað í okkur stálinu með innblásnum þjóðhátíðarræðum: "Hluti þess nýja vanda, sem nú er við að fást, birtist okkur í greiðslum á fæðingarorlofi og barnabótum. Eina leiðin til að bregðast við er að draga úr barneignum. Í stað þess að eiga þitt eigið barn, með tilheyrandi rekstrarkostnaði, fáið þá systkinabörnin lánuð yfir eina helgi. Drýgja má enn betri nýtingu á barna-auði með tilflutningi yfir í aðrar fjölskyldur. Nú ríður á að sýna ráðdeild." Auðvitað eiga verðandi foreldrar að sýna ábyrgð og reyna að búa þannig um hnútana að börn þeirra þurfi ekki að líða skort og fái ást og umhyggju. Og ætli velflestir geri það ekki. Þess vegna hefði maður haldið að það væri fagnaðarefni að það fæðast ennþá börn á Íslandi. Það er kannski vísbending um að þegar allt kemur til alls er staðan ekki endilega jafn slæm og við erum gjörn á að telja okkur trú um.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun