Tiger Woods hrapar eins og steinn niður heimslistann Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. febrúar 2011 10:00 Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. AP Kylfingar frá Evrópu eru í fjórum efstu sætunum á heimslistanum í golfi og það hefur ekki gerst frá 15. mars árið 1992. Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi er efstur en hann er aðeins annar Þjóðverjinn sem nær þessum áfanga. Englendingarnir Lee Westwood og Luke Donald eru í öðru og þriðja sæti. Norður-Írinn Graeme McDowell er fjórði, Tiger Woods í því fimmta og Phil Mickelson í sjötta. Landi Kaymer, Bernhard Langer, var fyrsti kylfingurinn í sögunni sem fékk efsta sæti heimslistans þegar listinn var settur á laggirnar árið 1986. Aðeins 14 kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistans frá árinu 1986 en Woods hefur nánast einokað það sæti undanfarin ár – líkt og Greg Norman gerði á árunum 1986-1998. Eftirtaldir kylfingar hafa náð efsta sætinu og í sviganum er fjöldi þeirra vikna sem þeir sátu í efsta sætinu: Tom Lehman frá Bandaríkjunum fékk ekki langan tíma í þessu sæti árið 1997 en hann var aðeins í eina viku í efsta sætinu: Bernhard Langer (Þýskaland) 1986 (3 vikur) Seve Ballesteros (Spánn) 1986 – 1989 (61 vika) Greg Norman (Ástralía) 1986 – 1998 (331 vikur) Nick Faldo (England)1990 – 1994 (97 vikur) Ian Woosnam (Wales) 1991 – 1992 (50 vikur) Fred Couples (Bandaríkin) 1992 (16 vikur) Nick Price (Zimbabwe) 1994 – 1995 (44 vikur) Tom Lehman (Bandaríkin) 1997 (1 vika) Tiger Woods (Bandaríkin) 1997 – 2010 (623 vikur) Ernie Els (Suður-Afríka) 1997 – 1998 (9 vikur) David Duval (Bandaríkin) 1999 (15 vikur) Vijay Singh (Fijí)2004-2005 ( 32 vikur) Lee Westwood (England) 2010 (17 vikur) Martin Kaymer (Þýskaland) 2011 Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingar frá Evrópu eru í fjórum efstu sætunum á heimslistanum í golfi og það hefur ekki gerst frá 15. mars árið 1992. Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi er efstur en hann er aðeins annar Þjóðverjinn sem nær þessum áfanga. Englendingarnir Lee Westwood og Luke Donald eru í öðru og þriðja sæti. Norður-Írinn Graeme McDowell er fjórði, Tiger Woods í því fimmta og Phil Mickelson í sjötta. Landi Kaymer, Bernhard Langer, var fyrsti kylfingurinn í sögunni sem fékk efsta sæti heimslistans þegar listinn var settur á laggirnar árið 1986. Aðeins 14 kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistans frá árinu 1986 en Woods hefur nánast einokað það sæti undanfarin ár – líkt og Greg Norman gerði á árunum 1986-1998. Eftirtaldir kylfingar hafa náð efsta sætinu og í sviganum er fjöldi þeirra vikna sem þeir sátu í efsta sætinu: Tom Lehman frá Bandaríkjunum fékk ekki langan tíma í þessu sæti árið 1997 en hann var aðeins í eina viku í efsta sætinu: Bernhard Langer (Þýskaland) 1986 (3 vikur) Seve Ballesteros (Spánn) 1986 – 1989 (61 vika) Greg Norman (Ástralía) 1986 – 1998 (331 vikur) Nick Faldo (England)1990 – 1994 (97 vikur) Ian Woosnam (Wales) 1991 – 1992 (50 vikur) Fred Couples (Bandaríkin) 1992 (16 vikur) Nick Price (Zimbabwe) 1994 – 1995 (44 vikur) Tom Lehman (Bandaríkin) 1997 (1 vika) Tiger Woods (Bandaríkin) 1997 – 2010 (623 vikur) Ernie Els (Suður-Afríka) 1997 – 1998 (9 vikur) David Duval (Bandaríkin) 1999 (15 vikur) Vijay Singh (Fijí)2004-2005 ( 32 vikur) Lee Westwood (England) 2010 (17 vikur) Martin Kaymer (Þýskaland) 2011
Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira