Ítrekað ekið á bifreið skaupsskrifara 22. desember 2010 06:00 Halldór Högurður sýnir lesendum þriðja tjónið sem ökuníðingar hafa unnið á bíl hans síðustu sex vikur.Fréttablaðið/GVA „Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöfundum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumennirnir hafa stungið af og kostnaðurinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifærið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólkinu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífaldan til baka. „Þetta er jólaleikurinn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón allavega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumyndavél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samningamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verðleggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stórmannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is.atlifannar@frettabladid.is Áramótaskaupið Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöfundum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumennirnir hafa stungið af og kostnaðurinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifærið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólkinu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífaldan til baka. „Þetta er jólaleikurinn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón allavega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumyndavél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samningamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verðleggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stórmannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is.atlifannar@frettabladid.is
Áramótaskaupið Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“