Kisa-kis Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. mars 2010 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvatti stjórnarliðið enn og aftur til að „þétta raðirnar" í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Þrátt fyrir hvatningarorðin sýndi ræða forsætisráðherrans þó betur en margt annað fram á brestina í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þótt utanaðkomandi áhorfendur eigi vafalaust gott með að skilja líkingu hennar um að það að reyna að fá þingmenn Vinstri grænna til að styðja stjórnarfrumvörp sé eins og að smala köttum, er ekki líklegt að þau hafi fallið í kramið hjá samstarfsflokknum. Traustið í samstarfi stjórnarflokkana er augljóslega mjög takmarkað. Það má til dæmis lesa úr eftirfarandi málsgrein í ræðu Jóhönnu: „Það verður að gera þá kröfu til stjórnarliða og ekki síst ráðherra í ríkisstjórn að þeir virði trúnað við samstarfssamning stjórnarflokkanna - annað er ávísun á ófrið og sundrungu." Forsætisráðherrann talaði eins og það hefði komið henni á óvart, að stjórnin hefði ekki raunverulegan meirihluta til að koma fram ýmsum málum. „Hitt vissum við ekki að andstaða væri í öðrum stjórnarflokknum við mikilvæg verkefni í samstarfsyfirlýsingu flokkanna. Þar á ég einkum við efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn Icesave-málsins," sagði Jóhanna. Þeir, sem hlustuðu á ýmsa núverandi þingmenn Vinstri grænna tala fyrir síðustu kosningar, eru ekki hissa á þessu. Það átti heldur ekki að koma neinum á óvart að VG reyndi að þvælast fyrir stóriðjuframkvæmdum og ryki upp til handa og fóta þegar ýmsar aðrar hugmyndir um atvinnusköpun, til dæmis einkaspítali og flugæfingastarfsemi á Keflavíkurflugvelli, féllu ekki að hugmyndum flokksins um ríkisforsjá og veru Íslands utan varnarbandalaga. Jóhanna kveinkaði sér fyrirfram undan því að ríkisstjórnin myndi „mæta margvíslegri andstöðu hjá hagsmunahópum við þá uppstokkun sem lofað hefur verið og nauðsynleg er t.d. í ríkiskerfinu og fiskveiðistjórnunarkerfinu. Andstöðu sem tekur ekki mið af heildarhagsmunum heldur sérhagsmunum og vörn fyrir forréttindi. Allt mun það rata sína leið gegnum fjölmiðla og áróðursherferðir gegn stjórnvöldum." Forsætisráðherrann getur bókað að andstaðan við það fyrrnefnda, uppstokkun í ríkiskerfinu, mun fyrst og fremst koma frá samstarfsflokknum og hagsmunahópum, sem tengjast honum nánum böndum. Hvað fiskveiðistjórnunina varðar, var sami tvískinnungurinn og áður í málflutningi Jóhönnu, sem hvatti annars vegar til sátta og réttlætti hins vegar hvernig skötuselsfrumvarpið var keyrt í gegn, þvert á sjónarmið hagsmunasamtakanna sem hún vill sættast við! Á sömu lund var tilraun hennar til að biðla til Sjálfstæðisflokksins um stuðning við umsóknina um aðild að Evrópusambandinu, um leið og hún undirstrikaði að sá flokkur mætti engu ráða, þá væri voðinn vís. Með hverjum þarf Jóhanna að vinna ef hún gefst upp á að kalla blíðlega á samstarfsflokkinn og skilar honum í Kattholt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hvatti stjórnarliðið enn og aftur til að „þétta raðirnar" í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Þrátt fyrir hvatningarorðin sýndi ræða forsætisráðherrans þó betur en margt annað fram á brestina í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þótt utanaðkomandi áhorfendur eigi vafalaust gott með að skilja líkingu hennar um að það að reyna að fá þingmenn Vinstri grænna til að styðja stjórnarfrumvörp sé eins og að smala köttum, er ekki líklegt að þau hafi fallið í kramið hjá samstarfsflokknum. Traustið í samstarfi stjórnarflokkana er augljóslega mjög takmarkað. Það má til dæmis lesa úr eftirfarandi málsgrein í ræðu Jóhönnu: „Það verður að gera þá kröfu til stjórnarliða og ekki síst ráðherra í ríkisstjórn að þeir virði trúnað við samstarfssamning stjórnarflokkanna - annað er ávísun á ófrið og sundrungu." Forsætisráðherrann talaði eins og það hefði komið henni á óvart, að stjórnin hefði ekki raunverulegan meirihluta til að koma fram ýmsum málum. „Hitt vissum við ekki að andstaða væri í öðrum stjórnarflokknum við mikilvæg verkefni í samstarfsyfirlýsingu flokkanna. Þar á ég einkum við efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn Icesave-málsins," sagði Jóhanna. Þeir, sem hlustuðu á ýmsa núverandi þingmenn Vinstri grænna tala fyrir síðustu kosningar, eru ekki hissa á þessu. Það átti heldur ekki að koma neinum á óvart að VG reyndi að þvælast fyrir stóriðjuframkvæmdum og ryki upp til handa og fóta þegar ýmsar aðrar hugmyndir um atvinnusköpun, til dæmis einkaspítali og flugæfingastarfsemi á Keflavíkurflugvelli, féllu ekki að hugmyndum flokksins um ríkisforsjá og veru Íslands utan varnarbandalaga. Jóhanna kveinkaði sér fyrirfram undan því að ríkisstjórnin myndi „mæta margvíslegri andstöðu hjá hagsmunahópum við þá uppstokkun sem lofað hefur verið og nauðsynleg er t.d. í ríkiskerfinu og fiskveiðistjórnunarkerfinu. Andstöðu sem tekur ekki mið af heildarhagsmunum heldur sérhagsmunum og vörn fyrir forréttindi. Allt mun það rata sína leið gegnum fjölmiðla og áróðursherferðir gegn stjórnvöldum." Forsætisráðherrann getur bókað að andstaðan við það fyrrnefnda, uppstokkun í ríkiskerfinu, mun fyrst og fremst koma frá samstarfsflokknum og hagsmunahópum, sem tengjast honum nánum böndum. Hvað fiskveiðistjórnunina varðar, var sami tvískinnungurinn og áður í málflutningi Jóhönnu, sem hvatti annars vegar til sátta og réttlætti hins vegar hvernig skötuselsfrumvarpið var keyrt í gegn, þvert á sjónarmið hagsmunasamtakanna sem hún vill sættast við! Á sömu lund var tilraun hennar til að biðla til Sjálfstæðisflokksins um stuðning við umsóknina um aðild að Evrópusambandinu, um leið og hún undirstrikaði að sá flokkur mætti engu ráða, þá væri voðinn vís. Með hverjum þarf Jóhanna að vinna ef hún gefst upp á að kalla blíðlega á samstarfsflokkinn og skilar honum í Kattholt?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun