Hin eina sanna siðbót Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 17. mars 2010 06:00 Eflaust hef ég setið of lengi á spjalli með gömlu körlunum hér í spænska þorpinu Zújar. Þeir mega nefnilega ekkert misjafnt sjá en þá grípa þeir í gömlu tugguna: „Svona vitleysa var ekki látin líðast þegar Franco var og hét. Réttast væri að flengja liðið." Ég er ekki orðinn hlynntur einræði en tel að flengingar gætu komið okkur á beinu brautina þar sem pólitísk rétthugsun afvegaleiddi okkur. Á mínum sokkabandsárum var tekið í hnakkadrambið á krökkum sem voru með óknytti á almannafæri. Nú verða foreldrar feimnir við slíkar aðstæður og upphefja frekar einhver ólíkindalæti en að taka á aðstæðum. Mér er minnisstætt þegar ég var í heitapotti einum í Reykjavík að óþekktaræði rennur á einn drenginn. Náði hann að skvetta framan í tíu baðgesti án þess að nokkur reisti rönd við honum. „Hættu þessu nú," sagði faðirinn vandræðalega en setti síðan Íslandsmet í heitapottsköfun. Fyrir skemmstu las ég um skólameistara sem rak nemendur eftir að þeir hefðu lengi vanvirt reglur skólans um mætingu. Ítrekanir og áminningar höfðu þá engan árangur borið. Í minni sveit hefði ákvörðunin ekki verið dregin á langinn. Þar þykir þægð við þá sem vanvirða reglur vera vanvirðing við þá sem hafa fyrir því að virða þær. Skilst mér að foreldrar hafi kært skólameistarann enda kom brottreksturinn sér illa fyrir nemendurna. Vikufrí hefði hins vegar verið vel þegið. Fyrr í vetur las ég um ungan handboltamann sem beitti bolabragði í leik. Var hann digurbarkalegur þegar blaðamenn spurðu hann út í atvikið. Forráðamenn urðu þá hneykslaðir á að svo ungur maður væri krafinn skýringa á athæfi sínu. Þjóðfélag sem hefur helsti mikinn skilning á virðingarleysi annarra er ákjósanlegur leikvöllur fyrir siðlausa spretti eins og þá er Pálmi Haraldsson tók árin fyrir hrun. Nýverið sagði hann í fjölmiðlum að hann væri ábyrgur gjörða sinna. Þó ekki eins ábyrgur og þeir sem áttu að stoppa hann af. Í mínum landsfjórðungi mátti finna skáldmælta menn meðal örgustu siðleysingja. Enginn þeirra hafði þó það hugarflug að skella skuldinni á eftirlitsmanninn. Ef flengingar yrðu móðins á ný er ég viss um að fólk neyddist til að hætta að slá skjaldborg um virðingarleysi og sjálfbirging. Eini vandinn er sá að ég veit ekki hver ætti að hafa auga með börnunum meðan forráðamennirnir eru flengdir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun
Eflaust hef ég setið of lengi á spjalli með gömlu körlunum hér í spænska þorpinu Zújar. Þeir mega nefnilega ekkert misjafnt sjá en þá grípa þeir í gömlu tugguna: „Svona vitleysa var ekki látin líðast þegar Franco var og hét. Réttast væri að flengja liðið." Ég er ekki orðinn hlynntur einræði en tel að flengingar gætu komið okkur á beinu brautina þar sem pólitísk rétthugsun afvegaleiddi okkur. Á mínum sokkabandsárum var tekið í hnakkadrambið á krökkum sem voru með óknytti á almannafæri. Nú verða foreldrar feimnir við slíkar aðstæður og upphefja frekar einhver ólíkindalæti en að taka á aðstæðum. Mér er minnisstætt þegar ég var í heitapotti einum í Reykjavík að óþekktaræði rennur á einn drenginn. Náði hann að skvetta framan í tíu baðgesti án þess að nokkur reisti rönd við honum. „Hættu þessu nú," sagði faðirinn vandræðalega en setti síðan Íslandsmet í heitapottsköfun. Fyrir skemmstu las ég um skólameistara sem rak nemendur eftir að þeir hefðu lengi vanvirt reglur skólans um mætingu. Ítrekanir og áminningar höfðu þá engan árangur borið. Í minni sveit hefði ákvörðunin ekki verið dregin á langinn. Þar þykir þægð við þá sem vanvirða reglur vera vanvirðing við þá sem hafa fyrir því að virða þær. Skilst mér að foreldrar hafi kært skólameistarann enda kom brottreksturinn sér illa fyrir nemendurna. Vikufrí hefði hins vegar verið vel þegið. Fyrr í vetur las ég um ungan handboltamann sem beitti bolabragði í leik. Var hann digurbarkalegur þegar blaðamenn spurðu hann út í atvikið. Forráðamenn urðu þá hneykslaðir á að svo ungur maður væri krafinn skýringa á athæfi sínu. Þjóðfélag sem hefur helsti mikinn skilning á virðingarleysi annarra er ákjósanlegur leikvöllur fyrir siðlausa spretti eins og þá er Pálmi Haraldsson tók árin fyrir hrun. Nýverið sagði hann í fjölmiðlum að hann væri ábyrgur gjörða sinna. Þó ekki eins ábyrgur og þeir sem áttu að stoppa hann af. Í mínum landsfjórðungi mátti finna skáldmælta menn meðal örgustu siðleysingja. Enginn þeirra hafði þó það hugarflug að skella skuldinni á eftirlitsmanninn. Ef flengingar yrðu móðins á ný er ég viss um að fólk neyddist til að hætta að slá skjaldborg um virðingarleysi og sjálfbirging. Eini vandinn er sá að ég veit ekki hver ætti að hafa auga með börnunum meðan forráðamennirnir eru flengdir.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun