Skrásetur lífsgleði á filmu 19. ágúst 2010 07:00 Með myndavél að vopni Jóhannes Kjartansson gefur út ljósmyndabókina Joi de vivre en hann hefur verið að taka myndir af fólki síðan árið 2005. Ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Jóhannes Kjartansson gefur út ljósmyndabók. Í bókinni er að finna 500 myndir en Jói, eins og hann er kallaður, hefur verið að skrásetja lífið á filmu síðan árið 2005. Bókin ber nafnið Joi de vivre; orðaleikur úr franska orðtakinu Joie de vivre eða Lífsgleði á íslensku. „Með útgáfu bókarinnar er ég að sameina starf mitt sem grafískur hönnuður og ljósmyndaáhugamál mitt,“ segir Jóhannes Kjartansson eða Jói eins og hann oftast er kallaður. Flestir hafa séð Jóa bregða fyrir niður í bæ með myndavélina í buxnastrengnum. Jói hefur það mottó sem ljósmyndari að best sé að taka myndir af fólki þegar það væntir þess minnst og sú speki endurspeglast í myndum hans. Hann stendur sjálfur að útgáfu bókarinnar Joi de vivre sem kemur út á laugardaginn en hún inniheldur 500 ljósmyndir, átta myndir frá hverjum mánuði síðan 2005. „Árið 2005 byrjaði ég að taka svona „snapshot“ myndir af fólki og öðru sem vakti athygli mína,“ segir Jói en hann telur bókina vera ágætis heimild um landið og samfélagið enda hefur það tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum. „Borgarlandslag heillar mig meira en landslagsmyndir og á lúmskan hátt held ég að myndirnar í bókinni lýsi góðærinu, kreppunni og svo þessu „post“ krepputímabili sem við erum á núna ágætlega,“ segir Jói en hann tekur allar sínar myndir á filmu. Jói gefur út bókina sjálfur og hefur bara fá eintök til að byrja með. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta gengur og svo kannski hafa samband við einhver bókaforlög ef vel gengur.“ Útgáfufögnuður og ljósmyndasýning verður haldin í húsakynnum verslunarinnar KronKron á Laugavegi 63b á laugardaginn klukkan 16.00. alfrun@frettabladid.is Tískuljósmyndun „Ég mynda stundum nýju fötin keisarans hans Munda. Hér hífðum við ofurfyrirsætuna Brynju Jónbjarnardóttur upp í krana. Það var lítið mál, enda eru módel sjaldan yfir kjörþyngd.“. Fréttablaðið/jói kjartans Guð blessi ísland „Þann 6. október 2008 má segja að það hafi verið algjör andstæða við starfsmannapartý í vinnunni.“ Fréttablaðið/jóikjartans Bruninn á Lækjartorgi „Það er ekki víst að Hannes Hafstein hefði lagt blessun sína yfir risabrunann við Lækjartorg.“ Fréttablaðið/jóikjartans Lífið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Jóhannes Kjartansson gefur út ljósmyndabók. Í bókinni er að finna 500 myndir en Jói, eins og hann er kallaður, hefur verið að skrásetja lífið á filmu síðan árið 2005. Bókin ber nafnið Joi de vivre; orðaleikur úr franska orðtakinu Joie de vivre eða Lífsgleði á íslensku. „Með útgáfu bókarinnar er ég að sameina starf mitt sem grafískur hönnuður og ljósmyndaáhugamál mitt,“ segir Jóhannes Kjartansson eða Jói eins og hann oftast er kallaður. Flestir hafa séð Jóa bregða fyrir niður í bæ með myndavélina í buxnastrengnum. Jói hefur það mottó sem ljósmyndari að best sé að taka myndir af fólki þegar það væntir þess minnst og sú speki endurspeglast í myndum hans. Hann stendur sjálfur að útgáfu bókarinnar Joi de vivre sem kemur út á laugardaginn en hún inniheldur 500 ljósmyndir, átta myndir frá hverjum mánuði síðan 2005. „Árið 2005 byrjaði ég að taka svona „snapshot“ myndir af fólki og öðru sem vakti athygli mína,“ segir Jói en hann telur bókina vera ágætis heimild um landið og samfélagið enda hefur það tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum. „Borgarlandslag heillar mig meira en landslagsmyndir og á lúmskan hátt held ég að myndirnar í bókinni lýsi góðærinu, kreppunni og svo þessu „post“ krepputímabili sem við erum á núna ágætlega,“ segir Jói en hann tekur allar sínar myndir á filmu. Jói gefur út bókina sjálfur og hefur bara fá eintök til að byrja með. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta gengur og svo kannski hafa samband við einhver bókaforlög ef vel gengur.“ Útgáfufögnuður og ljósmyndasýning verður haldin í húsakynnum verslunarinnar KronKron á Laugavegi 63b á laugardaginn klukkan 16.00. alfrun@frettabladid.is Tískuljósmyndun „Ég mynda stundum nýju fötin keisarans hans Munda. Hér hífðum við ofurfyrirsætuna Brynju Jónbjarnardóttur upp í krana. Það var lítið mál, enda eru módel sjaldan yfir kjörþyngd.“. Fréttablaðið/jói kjartans Guð blessi ísland „Þann 6. október 2008 má segja að það hafi verið algjör andstæða við starfsmannapartý í vinnunni.“ Fréttablaðið/jóikjartans Bruninn á Lækjartorgi „Það er ekki víst að Hannes Hafstein hefði lagt blessun sína yfir risabrunann við Lækjartorg.“ Fréttablaðið/jóikjartans
Lífið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira