140 myndir frá 29 löndum 16. september 2010 09:30 hátíðin kynnt Hrönn Marinósdóttir lofar glæsilegustu kvikmyndahátíðinni til þessa. Veislan hefst 23. september og stendur yfir í ellefu daga.fréttablaðið/stefán Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst eftir eina viku. 140 kvikmyndir verða sýndar frá 29 löndum. Tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin í sjöunda sinn dagana 23. september til 3. október. Dagskráin liggur nú ljós fyrir og er hún sú glæsilegasta til þessa með 140 myndum frá 29 löndum. „Það hafa aldrei verið fleiri myndir en í ár og það er búinn að vera gríðarlega mikill undirbúningur hjá fjölda manns,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. „Þarna verða frábærar myndir, til dæmis myndir sem voru að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum,“ segir hún og á þar við myndirnar Attenberg og Silent Souls. Um tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir á hátíðina, þar á meðal blaðamenn frá New York Magazine, kvikmyndasíðunum Indiewire.com og Screendaily.com og Jyllands-Posten í Danmörku. Aðilar frá kvikmyndafyrirtækjum á borð við Fortissimo og Magnolia eru einnig á leiðinni til landsins í fyrsta sinn. „Þetta eru miklu fleiri gestir en hafa komið. Ég veit ekki hvort það er hagstætt gengi krónunnar eða eitthvað annað en við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki í kvikmyndabransanum,“ segir Hrönn. Þessi sjöunda RIFF-hátíð leggst vel í hana enda hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Á fyrstu hátíðina mættu um þrjú þúsund manns en í fyrra voru gestirnir um 22 þúsund talsins. „Það er oft sagt að sjöunda árið sé mikilvægt ár á kvikmyndahátíðum. Þetta er kannski svipað og með hjónabandið. Þarna kemur í ljós hvort það gengur eða gengur ekki,“ segir hún og hlær. Alls verða um 350 kvikmyndasýningar á þessum ellefu dögum sem hátíðin fer fram. Þá verða fimm málþing haldin, sjö masterklassar og umræður, fernir tónleikar og átján sérviðburðir. Myndunum er skipt niður í fjórtán mismunandi flokka en þar ber hæst Vitranir þar sem tólf myndir keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Einn flokkur á hátíðinni er nýr af nálinni og nefnist hann Betri heimur. Þar verða sýndar myndir sem fjalla um mannréttindamál. 28 íslenskar myndir verða einnig sýndar í flokknum Ísland í brennidepli. Opnunarmynd RIFF í ár er bandaríska gamanmyndin Cyrus með John C. Reilly, Johan Hill og Marisu Tomei í aðalhlutverkum. Heiðursgestur verður bandaríski leikstjórinnn Jim Jarmusch. Miðasala á hátíðina er hafin og fer hún fram í upplýsingamiðstöð RIFF í verslun Eymundssonar í Austurstræti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Riff.is. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst eftir eina viku. 140 kvikmyndir verða sýndar frá 29 löndum. Tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin í sjöunda sinn dagana 23. september til 3. október. Dagskráin liggur nú ljós fyrir og er hún sú glæsilegasta til þessa með 140 myndum frá 29 löndum. „Það hafa aldrei verið fleiri myndir en í ár og það er búinn að vera gríðarlega mikill undirbúningur hjá fjölda manns,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. „Þarna verða frábærar myndir, til dæmis myndir sem voru að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum,“ segir hún og á þar við myndirnar Attenberg og Silent Souls. Um tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir á hátíðina, þar á meðal blaðamenn frá New York Magazine, kvikmyndasíðunum Indiewire.com og Screendaily.com og Jyllands-Posten í Danmörku. Aðilar frá kvikmyndafyrirtækjum á borð við Fortissimo og Magnolia eru einnig á leiðinni til landsins í fyrsta sinn. „Þetta eru miklu fleiri gestir en hafa komið. Ég veit ekki hvort það er hagstætt gengi krónunnar eða eitthvað annað en við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki í kvikmyndabransanum,“ segir Hrönn. Þessi sjöunda RIFF-hátíð leggst vel í hana enda hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Á fyrstu hátíðina mættu um þrjú þúsund manns en í fyrra voru gestirnir um 22 þúsund talsins. „Það er oft sagt að sjöunda árið sé mikilvægt ár á kvikmyndahátíðum. Þetta er kannski svipað og með hjónabandið. Þarna kemur í ljós hvort það gengur eða gengur ekki,“ segir hún og hlær. Alls verða um 350 kvikmyndasýningar á þessum ellefu dögum sem hátíðin fer fram. Þá verða fimm málþing haldin, sjö masterklassar og umræður, fernir tónleikar og átján sérviðburðir. Myndunum er skipt niður í fjórtán mismunandi flokka en þar ber hæst Vitranir þar sem tólf myndir keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Einn flokkur á hátíðinni er nýr af nálinni og nefnist hann Betri heimur. Þar verða sýndar myndir sem fjalla um mannréttindamál. 28 íslenskar myndir verða einnig sýndar í flokknum Ísland í brennidepli. Opnunarmynd RIFF í ár er bandaríska gamanmyndin Cyrus með John C. Reilly, Johan Hill og Marisu Tomei í aðalhlutverkum. Heiðursgestur verður bandaríski leikstjórinnn Jim Jarmusch. Miðasala á hátíðina er hafin og fer hún fram í upplýsingamiðstöð RIFF í verslun Eymundssonar í Austurstræti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Riff.is. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira