Kristján: Meistaraheppnin er með okkur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. ágúst 2010 06:30 Gunnar Einarsson skallar boltann í leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir. Leiknismenn eru mjög sterkir á heimavelli og hafa enn ekki tapað þar í sumar. Þeir byrjuðu betur í gær og Kristján Páll Jónsson fékk tvö færi strax í byrjun. Það var nokkuð gegn gangi leiksins að Erlingur Jack Guðmundsson kom Þrótti yfir. Markið var glæsilegt, hann sneri sér í teignum og setti boltann í fallegum boga í fjærhornið. Þróttarar voru betri í byrjun seinni hálfleiks og fengu dauðafæri þegar Hörður Bjarnason slapp einn í gegn. Eyjólfur Tómasson markmaður sá þó við honum og varði mjög vel. Eftir um 70 mínútur var eins og Þróttarar væru hreinlega orðnir þreyttir og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu mikið og uppskáru jöfnunarmark þegar Gunnar Einarsson stýrði boltanum í markið úr vítateignum. Undir lokin skoraði svo Kristján Páll gott mark eftir frábært upphlaup og tryggði Leikni sigurinn. „Ég vil meina að gott form hafi skilað þessu. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og vorum á fullu allan leikinn. Við tókum þá á forminu," sagði Kristján. „Það er meistaraheppni á okkur en við sköpum okkar eigin heppni. Þróttarar eru hættulegir ef þeir komast yfir en við höfðum allan tímann trú á þessu. Steini (Sigursteinn Gíslason, þjálfari, innsk.) sagði okkur í hálfleiknum að örvænta ekki. Við vorum ekki sáttir með leikinn en meistaraheppnin féll með okkur," sagði Kristján sem hrósaði svo stuðningsmönnum Leiknis. „Það er alltaf gaman að spila hér á Ghetto Ground og við erum með fullt hús á heimavelli." Íslenski boltinn Innlendar Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir. Leiknismenn eru mjög sterkir á heimavelli og hafa enn ekki tapað þar í sumar. Þeir byrjuðu betur í gær og Kristján Páll Jónsson fékk tvö færi strax í byrjun. Það var nokkuð gegn gangi leiksins að Erlingur Jack Guðmundsson kom Þrótti yfir. Markið var glæsilegt, hann sneri sér í teignum og setti boltann í fallegum boga í fjærhornið. Þróttarar voru betri í byrjun seinni hálfleiks og fengu dauðafæri þegar Hörður Bjarnason slapp einn í gegn. Eyjólfur Tómasson markmaður sá þó við honum og varði mjög vel. Eftir um 70 mínútur var eins og Þróttarar væru hreinlega orðnir þreyttir og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu mikið og uppskáru jöfnunarmark þegar Gunnar Einarsson stýrði boltanum í markið úr vítateignum. Undir lokin skoraði svo Kristján Páll gott mark eftir frábært upphlaup og tryggði Leikni sigurinn. „Ég vil meina að gott form hafi skilað þessu. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og vorum á fullu allan leikinn. Við tókum þá á forminu," sagði Kristján. „Það er meistaraheppni á okkur en við sköpum okkar eigin heppni. Þróttarar eru hættulegir ef þeir komast yfir en við höfðum allan tímann trú á þessu. Steini (Sigursteinn Gíslason, þjálfari, innsk.) sagði okkur í hálfleiknum að örvænta ekki. Við vorum ekki sáttir með leikinn en meistaraheppnin féll með okkur," sagði Kristján sem hrósaði svo stuðningsmönnum Leiknis. „Það er alltaf gaman að spila hér á Ghetto Ground og við erum með fullt hús á heimavelli."
Íslenski boltinn Innlendar Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira