Þú færð það sem þú óskar þér Charlotte Böving skrifar 11. nóvember 2010 06:00 Það vex og dafnar sem við einbeitum okkur að. Flestir vita það, en samt gleymum við því reglulega. Flest höfum við lesið bókina eða séð myndina um Leyndarmálið, eða a.m.k. heyrt um fyrirbærið (og hafi maður ekki kynnt sér það, gæti verið sniðugt að gera það). „Kenningin" gengur út á að maður geti fengið allt það í lífinu sem maður óskar sér, ef maður hugsar jákvætt og af einbeitingu um það. Þannig virkar maður eins og segull og laðar að sér það sem maður er að hugsa um. Og satt að segja hef ég reynslu af Leyndarmálinu. Þegar ég óskaði mér að eignast barn númer tvö, hafði Leyndarmálið einmitt tröllriðið þjóðinni, svo við beittum aðferðinni og óskuðum okkur barns af slíkri einbeitingu og jákvæðni að við eignuðumst tvíbura. Í dag get ég ekki ímyndað mér líf mitt án beggja þessara tveggja ára stelpna, en ég verð að viðurkenna að tvíburar voru ekkert á óskalistanum. Upplifun mín er því að aðferðin virkar. Við löðum að okkur það sem við viljum, en við ráðum því ekki fyllilega hversu mikið við fáum. Ætlunin er reyndar ekki að tala um þessa bók/mynd. En mig langar að minna okkur á að það sem við fókuserum á vex og dafnar. (Af sömu ástæðu borgar sig ekki að hugsa of mikið um aukakílóin, ef maður ætlar sér að losna við þau). Það krefst aga að forðast þær hugsanir sem gera okkur leið, spæld eða reið og sem færa okkur ekki nær því sem við óskum okkur: „Ég á aldrei krónu,"„ég er alltaf svo óheppin(n),"„ég er bara svo vitlaus, mikill klaufi, asni, leiðinleg(ur), ómöguleg(ur)" o.s.frv. Það er með ólíkindum hvað fólki dettur í hug að hugsa um sjálft sig. Og samt er ég sannfærð um að enginn óski sér að lifa í reiði, þunglyndi eða á mörkum fátæktar. En til þess að geta nært það sem við óskum okkur meira af, verðum við að gefa sjálfum okkur tíma og rúm til þess að finna það í hjarta okkar hver óskin er. Þegar einlæg óskin er fundin eigum við að trúa á að við getum fengið hana uppfyllta, vera hugrökk og grípa tækifærið þegar það gefst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun
Það vex og dafnar sem við einbeitum okkur að. Flestir vita það, en samt gleymum við því reglulega. Flest höfum við lesið bókina eða séð myndina um Leyndarmálið, eða a.m.k. heyrt um fyrirbærið (og hafi maður ekki kynnt sér það, gæti verið sniðugt að gera það). „Kenningin" gengur út á að maður geti fengið allt það í lífinu sem maður óskar sér, ef maður hugsar jákvætt og af einbeitingu um það. Þannig virkar maður eins og segull og laðar að sér það sem maður er að hugsa um. Og satt að segja hef ég reynslu af Leyndarmálinu. Þegar ég óskaði mér að eignast barn númer tvö, hafði Leyndarmálið einmitt tröllriðið þjóðinni, svo við beittum aðferðinni og óskuðum okkur barns af slíkri einbeitingu og jákvæðni að við eignuðumst tvíbura. Í dag get ég ekki ímyndað mér líf mitt án beggja þessara tveggja ára stelpna, en ég verð að viðurkenna að tvíburar voru ekkert á óskalistanum. Upplifun mín er því að aðferðin virkar. Við löðum að okkur það sem við viljum, en við ráðum því ekki fyllilega hversu mikið við fáum. Ætlunin er reyndar ekki að tala um þessa bók/mynd. En mig langar að minna okkur á að það sem við fókuserum á vex og dafnar. (Af sömu ástæðu borgar sig ekki að hugsa of mikið um aukakílóin, ef maður ætlar sér að losna við þau). Það krefst aga að forðast þær hugsanir sem gera okkur leið, spæld eða reið og sem færa okkur ekki nær því sem við óskum okkur: „Ég á aldrei krónu,"„ég er alltaf svo óheppin(n),"„ég er bara svo vitlaus, mikill klaufi, asni, leiðinleg(ur), ómöguleg(ur)" o.s.frv. Það er með ólíkindum hvað fólki dettur í hug að hugsa um sjálft sig. Og samt er ég sannfærð um að enginn óski sér að lifa í reiði, þunglyndi eða á mörkum fátæktar. En til þess að geta nært það sem við óskum okkur meira af, verðum við að gefa sjálfum okkur tíma og rúm til þess að finna það í hjarta okkar hver óskin er. Þegar einlæg óskin er fundin eigum við að trúa á að við getum fengið hana uppfyllta, vera hugrökk og grípa tækifærið þegar það gefst.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun