Grunge-gaur á HönnunarMars 6. mars 2010 04:00 Nýstárleg hönnun hans var vinsæl og áberandi á 10. áratugnum. Hönnunarhátíðin HönnunarMars fer fram í annað sinn dagana 18.-21. mars. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum. Aðalgestur hátíðarinnar verður Bandaríkjamaðurinn og grafíski hönnuðurinn David Carson. David Carson er best þekktur fyrir mikla nýbreytni og hugmyndaauðgi í hönnun tímarita sem og óvenjulegar útfærslur á leturgerðum og prentfrágangi. Hann er einn áhrifamesti grafíski hönnuður tíunda áratugarins. Sérstaklega birtast áhrifin frá Carson í þeirri stefnu sem er nefnd grunge-tímabilið og hefur yfir sér einstakan listrænan blæ sem margir listamenn hafa sótt sér innblástur í. Þrátt fyrir óumdeilda hæfileika er Carson ekki menntaður í listgreinum. Hann er félagsfræðingur frá ríkisháskólanum í San Francisco. Stíll Carsons er nýstárlegur, frjálslegur og án reglna og takmarkana. Frægastur er Carson fyrir útlit tímaritsins Ray Gun, en þar starfaði hann sem listrænn hönnuður. Þar kynnti hann til sögunnar glænýja og framsækna sýn á blaðsíðuhönnun. Hann hefur einnig starfað fyrir risafyrirtæki á borð við Nike, Pepsi, MTV, Sony og Armani. David Carson hefur sjálfur ritað fjölda bóka um hönnun. Bókina The End of Print ber hæst en hún var þýdd á fimm tungumál og seld um allan heim. Carson mun halda fyrirlestur á HönnunarMars en auk hans koma margir erlendir gestir og blaðamenn á hátíðina. Meðan á hátíðinni stendur verður höfuðborgin undirlögð af hönnun af hinum fjölbreytilegasta toga. Meira en 150 hönnunarviðburðir eru fyrirhugaðir úti um alla borg. drgunni@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Hönnunarhátíðin HönnunarMars fer fram í annað sinn dagana 18.-21. mars. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum. Aðalgestur hátíðarinnar verður Bandaríkjamaðurinn og grafíski hönnuðurinn David Carson. David Carson er best þekktur fyrir mikla nýbreytni og hugmyndaauðgi í hönnun tímarita sem og óvenjulegar útfærslur á leturgerðum og prentfrágangi. Hann er einn áhrifamesti grafíski hönnuður tíunda áratugarins. Sérstaklega birtast áhrifin frá Carson í þeirri stefnu sem er nefnd grunge-tímabilið og hefur yfir sér einstakan listrænan blæ sem margir listamenn hafa sótt sér innblástur í. Þrátt fyrir óumdeilda hæfileika er Carson ekki menntaður í listgreinum. Hann er félagsfræðingur frá ríkisháskólanum í San Francisco. Stíll Carsons er nýstárlegur, frjálslegur og án reglna og takmarkana. Frægastur er Carson fyrir útlit tímaritsins Ray Gun, en þar starfaði hann sem listrænn hönnuður. Þar kynnti hann til sögunnar glænýja og framsækna sýn á blaðsíðuhönnun. Hann hefur einnig starfað fyrir risafyrirtæki á borð við Nike, Pepsi, MTV, Sony og Armani. David Carson hefur sjálfur ritað fjölda bóka um hönnun. Bókina The End of Print ber hæst en hún var þýdd á fimm tungumál og seld um allan heim. Carson mun halda fyrirlestur á HönnunarMars en auk hans koma margir erlendir gestir og blaðamenn á hátíðina. Meðan á hátíðinni stendur verður höfuðborgin undirlögð af hönnun af hinum fjölbreytilegasta toga. Meira en 150 hönnunarviðburðir eru fyrirhugaðir úti um alla borg. drgunni@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira