Stjórntækur flokkur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. desember 2010 06:00 Hjáseta þriggja þingmanna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins er áfall fyrir ríkisstjórnina og vekur áleitnar spurningar um hvort hún hefur áfram starfhæfan meirihluta á Alþingi. Forystumenn ríkisstjórnarinnar geta ekki látið eins og ekkert sé eða reynt að breiða yfir hvað hér er raunverulega um að ræða. Þrír þingmenn hættu í raun stuðningi við ríkisstjórnina. Fjárlagafrumvarpið er ekki bara hvert annað frumvarp; það endurspeglar áherzlur og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Sá sem styður ekki fjárlögin getur ekki verið stuðningsmaður stjórnarinnar. Þetta virðist raunar mega lesa úr yfirlýsingu þremenninganna, þar sem niðurskurði í fjárlagafrumvarpinu (sem þó hefur verið dregið verulega úr) er harðlega mótmælt og hann sagður í andstöðu við „grunnstefnu VG og ályktanir flokksráðsfunda" eins og þingmennirnir orða það. Þá yfirsést þeim reyndar sá vandi að grunnstefna VG og ályktanir flokksfunda um útgjöld til velferðarmála eru sjaldnast í nokkru samræmi við þann efnahagslega veruleika sem við blasir, allra sízt núna. Og flestir flokkar sem taka þátt í samsteypustjórnum verða víst að láta það yfir sig ganga að gera málamiðlanir, sem hafa í för með sér að flokksstefnan næst sjaldnast hrein og ómenguð í gegn. Nú virðist það vera að koma býsna skýrt fram sem jafnvel eindregnir stuðningsmenn fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórnarinnar höfðu áhyggjur af, að VG sé þegar til kemur ekki stjórntækur flokkur, þrátt fyrir að njóta umtalsverðs fylgis. Hann innihaldi of marga þingmenn með öfga- og jaðarskoðanir, sem þeir séu engan veginn reiðubúnir að hvika frá og því síður til í að axla nokkra ábyrgð á erfiðum og óvinsælum ákvörðunum. Menn geta sagt sem svo að það bjargi stjórninni að villta vinstrið sé þrátt fyrir allt ekki fjölmennara en þetta og ríkisstjórn geti spjarað sig með eins manns meirihluta á þingi. En samheldni þeirra þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna sem eru eftir er býsna óviss. Að minnsta kosti tvö vafaatkvæði í ýmsum stórum málum eru í sjálfu ráðherraliði VG. Vandséð er hvernig Steingrímur J. Sigfússon á að geta sannfært samstarfsflokkinn um að VG geti lagt sitt af mörkum til að koma málum stjórnarinnar fram á Alþingi. Ef ríkisstjórnin hrekkur upp af á næstunni, sem virðist líklegra eftir atburði vikunnar, er draumurinn um hreinu vinstri stjórnina búinn. Og ekki bara það, heldur hefur villta vinstrið í VG þá líklega tryggt að aðrir flokkar fara ekki á fjörurnar við þann söfnuð í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Hjáseta þriggja þingmanna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins er áfall fyrir ríkisstjórnina og vekur áleitnar spurningar um hvort hún hefur áfram starfhæfan meirihluta á Alþingi. Forystumenn ríkisstjórnarinnar geta ekki látið eins og ekkert sé eða reynt að breiða yfir hvað hér er raunverulega um að ræða. Þrír þingmenn hættu í raun stuðningi við ríkisstjórnina. Fjárlagafrumvarpið er ekki bara hvert annað frumvarp; það endurspeglar áherzlur og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Sá sem styður ekki fjárlögin getur ekki verið stuðningsmaður stjórnarinnar. Þetta virðist raunar mega lesa úr yfirlýsingu þremenninganna, þar sem niðurskurði í fjárlagafrumvarpinu (sem þó hefur verið dregið verulega úr) er harðlega mótmælt og hann sagður í andstöðu við „grunnstefnu VG og ályktanir flokksráðsfunda" eins og þingmennirnir orða það. Þá yfirsést þeim reyndar sá vandi að grunnstefna VG og ályktanir flokksfunda um útgjöld til velferðarmála eru sjaldnast í nokkru samræmi við þann efnahagslega veruleika sem við blasir, allra sízt núna. Og flestir flokkar sem taka þátt í samsteypustjórnum verða víst að láta það yfir sig ganga að gera málamiðlanir, sem hafa í för með sér að flokksstefnan næst sjaldnast hrein og ómenguð í gegn. Nú virðist það vera að koma býsna skýrt fram sem jafnvel eindregnir stuðningsmenn fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórnarinnar höfðu áhyggjur af, að VG sé þegar til kemur ekki stjórntækur flokkur, þrátt fyrir að njóta umtalsverðs fylgis. Hann innihaldi of marga þingmenn með öfga- og jaðarskoðanir, sem þeir séu engan veginn reiðubúnir að hvika frá og því síður til í að axla nokkra ábyrgð á erfiðum og óvinsælum ákvörðunum. Menn geta sagt sem svo að það bjargi stjórninni að villta vinstrið sé þrátt fyrir allt ekki fjölmennara en þetta og ríkisstjórn geti spjarað sig með eins manns meirihluta á þingi. En samheldni þeirra þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna sem eru eftir er býsna óviss. Að minnsta kosti tvö vafaatkvæði í ýmsum stórum málum eru í sjálfu ráðherraliði VG. Vandséð er hvernig Steingrímur J. Sigfússon á að geta sannfært samstarfsflokkinn um að VG geti lagt sitt af mörkum til að koma málum stjórnarinnar fram á Alþingi. Ef ríkisstjórnin hrekkur upp af á næstunni, sem virðist líklegra eftir atburði vikunnar, er draumurinn um hreinu vinstri stjórnina búinn. Og ekki bara það, heldur hefur villta vinstrið í VG þá líklega tryggt að aðrir flokkar fara ekki á fjörurnar við þann söfnuð í náinni framtíð.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun