Ískaffi Frú Berglaugar 24. september 2010 14:29 Ískaffið er ofureinfalt og gómsætt. Myndir/GVA Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu. Auk góðra kaffidrykkja býður Frú Berglaug upp á mikið úrval af kökum, einar tíu tegundir, ekki alltaf þær sömu, auk þess sem humarsamlokur og -salöt eru á matseðlinum og klassískur heimilismatur, eins og plokkfiskur og kjötsúpa. Agatha Ýr á Frú Berglaugu. Ískafffi frú Berglaugar 6 klakar tvöfaldur espressó 1 bolli mjólk 2 slettur karamellusíróp 2 msk. þeyttur rjómi smá súkkulaðispænir Setjið ísmola í stórt glas. Hellið kaffinu og mjólkinni út í og hrærið sírópinu vel saman við. Skreytið með þeyttum rjóma og stráið súkkulaðispæni yfir. Bragðast einkar vel með gulrótar- og ostaköku. -jma Drykkir Uppskriftir Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf
Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu. Auk góðra kaffidrykkja býður Frú Berglaug upp á mikið úrval af kökum, einar tíu tegundir, ekki alltaf þær sömu, auk þess sem humarsamlokur og -salöt eru á matseðlinum og klassískur heimilismatur, eins og plokkfiskur og kjötsúpa. Agatha Ýr á Frú Berglaugu. Ískafffi frú Berglaugar 6 klakar tvöfaldur espressó 1 bolli mjólk 2 slettur karamellusíróp 2 msk. þeyttur rjómi smá súkkulaðispænir Setjið ísmola í stórt glas. Hellið kaffinu og mjólkinni út í og hrærið sírópinu vel saman við. Skreytið með þeyttum rjóma og stráið súkkulaðispæni yfir. Bragðast einkar vel með gulrótar- og ostaköku. -jma
Drykkir Uppskriftir Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf