Lára með lag dagsins á heimasíðu Q 8. maí 2010 15:00 Lára átti lag dagsins á heimasíðu breska tónlistartímaritsins Q. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir. Lag hennar I Wanna Be, sem er tekið af hennar síðustu plötu Surprise, er valið í flokkinn lag dagsins á heimasíðu breska tónlistartímaritsins Q. Mikill fjöldi tónlistaráhugamanna skoðar síðuna á degi hverjum og því er um mjög góða kynningu að ræða fyrir Láru. Einnig fylgdi með á síðunni nýtt myndband Láru við lagið, sem Bretinn Henry Bateman leikstýrði. Lára þakkar árangurinn fyrst og fremst öðrum Breta, umboðsmanni sínum, Nick Knowles, sem hún réð fyrir skömmu. „Þetta er allt honum að þakka, fyrir utan hvað tónlistin er skemmtileg. Það er mér að þakka,“ segir Lára og hlær. Knowles býr hér á landi og starfaði síðast við alþjóðlegu tískuhátíðina í Reykjavík, RFF, sem var haldin í vor. „Hann kom óvart á tónleika hjá mér. Hann þekkir gítarleikarann minn og sá að þetta ætti mikla möguleika í heimalandinu hans,“ segir hún um samstarf þeirra. Lára flýgur til Bretlands í júní þar sem hún ætlar að funda með nokkrum útgáfufyrirtækjum í von um að komast þar á samning. Í framhaldinu vonast hún til að Surprise komi út þar í landi. Hún mun einnig hita upp fyrir söngkonuna Amy McDonald 9. júní í London og spila víðs vegar um borgina í eina viku í framhaldinu. Í júlí er síðan fyrirhuguð hringferð um Ísland. Lára hefur í nógu að snúast því næst á dagskrá er ferðalag til Danmerkur þar sem hún tekur þátt í vinnubúðum lagahöfunda í Árósum. Flestir höfundarnir koma frá Norðurlöndunum og standa búðirnar yfir í eina viku. - fb RFF Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Þetta er alveg geðveikt,“ segir tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir. Lag hennar I Wanna Be, sem er tekið af hennar síðustu plötu Surprise, er valið í flokkinn lag dagsins á heimasíðu breska tónlistartímaritsins Q. Mikill fjöldi tónlistaráhugamanna skoðar síðuna á degi hverjum og því er um mjög góða kynningu að ræða fyrir Láru. Einnig fylgdi með á síðunni nýtt myndband Láru við lagið, sem Bretinn Henry Bateman leikstýrði. Lára þakkar árangurinn fyrst og fremst öðrum Breta, umboðsmanni sínum, Nick Knowles, sem hún réð fyrir skömmu. „Þetta er allt honum að þakka, fyrir utan hvað tónlistin er skemmtileg. Það er mér að þakka,“ segir Lára og hlær. Knowles býr hér á landi og starfaði síðast við alþjóðlegu tískuhátíðina í Reykjavík, RFF, sem var haldin í vor. „Hann kom óvart á tónleika hjá mér. Hann þekkir gítarleikarann minn og sá að þetta ætti mikla möguleika í heimalandinu hans,“ segir hún um samstarf þeirra. Lára flýgur til Bretlands í júní þar sem hún ætlar að funda með nokkrum útgáfufyrirtækjum í von um að komast þar á samning. Í framhaldinu vonast hún til að Surprise komi út þar í landi. Hún mun einnig hita upp fyrir söngkonuna Amy McDonald 9. júní í London og spila víðs vegar um borgina í eina viku í framhaldinu. Í júlí er síðan fyrirhuguð hringferð um Ísland. Lára hefur í nógu að snúast því næst á dagskrá er ferðalag til Danmerkur þar sem hún tekur þátt í vinnubúðum lagahöfunda í Árósum. Flestir höfundarnir koma frá Norðurlöndunum og standa búðirnar yfir í eina viku. - fb
RFF Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira