Útrás íslenskra skálda staðreynd 1. maí 2010 03:00 Verk eftir Hallgrím Helgason, Aðalstein Ásberg og Stefán Mána eru að koma út í þýðingum á meginlandi Evrópu þessa dagana.mynd fréttablaðið/Valli Útrás íslenskra skálda er staðreynd. Forlög þeirra hér á landi eru iðin við að láta vita af framgangi sinna manna á erlendum markaði. Þannig kom barnabókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson út á finnsku fyrr í mánuðinum hjá Bokförlaget Idun í þýðingu Päivi Kumpulainen með nýjum myndskreytingum eftir finnska teiknarann Timo Koljonen. Dvergasteinn er þriðja bók Aðalsteins sem kemur út í Finnlandi, en áður hefur forlagið Idun gefið út bækur hans Brúin yfir Dimmu og Ljósin í Dimmuborg. Á finnsku hefur Dvergasteinn hlotið aðeins lengra nafn en á íslensku eða Haltia joka kadotti hohtokivensä sem þýðir Dvergurinn sem glataði gljásteini. Bókaforlagið Idun gefur út þýddar barnabækur á finnsku og sænsku. Aðalsteinn Ásberg kom fram á norrænum dögum í bænum Kuopio í síðustu viku og kynnti þá meðal annars Dvergastein, auk þess að heimsækja skóla og leikskóla þar sem hann flutti ljóð og söngva, en þar var þýðandinn Marjakaisa Matthíasson honum til fulltingis, en hún hefur auk Dimmu-bókanna þýtt bæði ljóð og söngtexta eftir hann. Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er nýkomin út í Þýskalandi og hefur fengið góðar viðtökur. Þarlendir gagnrýnendur keppast við að lofa hana í hástert og fékk bókin til að mynda fimm stjörnur í tímaritinu Stern og í stórblaðinu Frankfurter Allgemeine er hún sögð „fyndnasta og þéttasta bók Hallgríms Helgasonar til þessa". Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á tveimur vikum og annað upplag er senn á þrotum, en salan tók mikinn kipp eftir að Christine Westermann, áhrifamikill þýskur gagnrýnandi, mælti með bókinni í þætti sínum á WDR 2, og sagði: „Mann langar til að hringja í vin sinn á þriðju hverri blaðsíðu til að lesa upp fyrir hann kafla svo hann geti hlegið með manni." Tvö leikhús á þýska málsvæðinu hafa þegar falast eftir því að sviðssetja söguna og er staðfest að leiksýning byggð á bókinni verði frumsýnd í Borgarleikhúsinu í Salzburg haustið 2011. Bókin hefur einnig komið út í Danmörku og Hollandi og í vikunni kom hún út í Rússlandi. Þá er hún væntanleg í Póllandi í maí og í Noregi, Tékklandi og á Ítalíu síðar á árinu. Þá voru fregnir nýlega af velgengni Stefáns Mána á erlendri grund en skáldsaga hans, Svartur á leik, kemur út í Frakklandi innan tíðar hjá forleggjaranum Gallimard sem einnig hefur gefið út Skipið eftir sama höfund. Skipið hefur fengið frábærar viðtökur og glæsilega dóma en til stendur að prenta annað upplag af henni innan skamms. Stefán Máni er afar kátur með viðbrögðin en hann er nýkominn heim af bókmenntahátíð í Frakklandi og hefur þegar fengið óskir um að mæta á fleiri slíkar í næsta mánuði.- pbb Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Útrás íslenskra skálda er staðreynd. Forlög þeirra hér á landi eru iðin við að láta vita af framgangi sinna manna á erlendum markaði. Þannig kom barnabókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson út á finnsku fyrr í mánuðinum hjá Bokförlaget Idun í þýðingu Päivi Kumpulainen með nýjum myndskreytingum eftir finnska teiknarann Timo Koljonen. Dvergasteinn er þriðja bók Aðalsteins sem kemur út í Finnlandi, en áður hefur forlagið Idun gefið út bækur hans Brúin yfir Dimmu og Ljósin í Dimmuborg. Á finnsku hefur Dvergasteinn hlotið aðeins lengra nafn en á íslensku eða Haltia joka kadotti hohtokivensä sem þýðir Dvergurinn sem glataði gljásteini. Bókaforlagið Idun gefur út þýddar barnabækur á finnsku og sænsku. Aðalsteinn Ásberg kom fram á norrænum dögum í bænum Kuopio í síðustu viku og kynnti þá meðal annars Dvergastein, auk þess að heimsækja skóla og leikskóla þar sem hann flutti ljóð og söngva, en þar var þýðandinn Marjakaisa Matthíasson honum til fulltingis, en hún hefur auk Dimmu-bókanna þýtt bæði ljóð og söngtexta eftir hann. Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er nýkomin út í Þýskalandi og hefur fengið góðar viðtökur. Þarlendir gagnrýnendur keppast við að lofa hana í hástert og fékk bókin til að mynda fimm stjörnur í tímaritinu Stern og í stórblaðinu Frankfurter Allgemeine er hún sögð „fyndnasta og þéttasta bók Hallgríms Helgasonar til þessa". Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á tveimur vikum og annað upplag er senn á þrotum, en salan tók mikinn kipp eftir að Christine Westermann, áhrifamikill þýskur gagnrýnandi, mælti með bókinni í þætti sínum á WDR 2, og sagði: „Mann langar til að hringja í vin sinn á þriðju hverri blaðsíðu til að lesa upp fyrir hann kafla svo hann geti hlegið með manni." Tvö leikhús á þýska málsvæðinu hafa þegar falast eftir því að sviðssetja söguna og er staðfest að leiksýning byggð á bókinni verði frumsýnd í Borgarleikhúsinu í Salzburg haustið 2011. Bókin hefur einnig komið út í Danmörku og Hollandi og í vikunni kom hún út í Rússlandi. Þá er hún væntanleg í Póllandi í maí og í Noregi, Tékklandi og á Ítalíu síðar á árinu. Þá voru fregnir nýlega af velgengni Stefáns Mána á erlendri grund en skáldsaga hans, Svartur á leik, kemur út í Frakklandi innan tíðar hjá forleggjaranum Gallimard sem einnig hefur gefið út Skipið eftir sama höfund. Skipið hefur fengið frábærar viðtökur og glæsilega dóma en til stendur að prenta annað upplag af henni innan skamms. Stefán Máni er afar kátur með viðbrögðin en hann er nýkominn heim af bókmenntahátíð í Frakklandi og hefur þegar fengið óskir um að mæta á fleiri slíkar í næsta mánuði.- pbb
Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira