Frank, Frímann og Friðrik saman á Laundromat 22. janúar 2010 06:00 Tveir góðir Frímann og Frank fyrir framan Laundromat-kaffihúsið í Kaupmannahöfn sem Friðrik Weisshappel rekur. „Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjónvarpsþátt sem Gunnar og bróðir hans, Ragnar, eru að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann, þessi fremur pirrandi sjónvarpsmaður, mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir hönd landsins. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaflega vel upp með það, að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gestirnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mikill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi gengið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeysingi úti um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mikill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarnir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is Íslandsvinir Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
„Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu. Frímann og Frank voru þarna að taka upp atriði fyrir sjónvarpsþátt sem Gunnar og bróðir hans, Ragnar, eru að vinna að og á að fjalla um sýn Frímanns á skandinavískan húmor. Frímann, þessi fremur pirrandi sjónvarpsmaður, mun heimsækja grínista frá öllum Norðurlöndunum en það er Jón Gnarr sem kryfur íslenskan húmor fyrir hönd landsins. Friðrik segir að starfsfólkið hafi fengið stjörnur í augun þegar það sá hver var mættur enda Hvam hálfgerð ofurstjarna í Danmörku. „Nýi starfsmannastjórinn féll næstum í yfirlið yfir þessu,“ segir Friðrik og hlær. Veitingamaðurinn fékk sjálfur lítið hlutverk, lék þjón í einu atriðinu og tókst víst ákaflega vel upp með það, að eigin sögn. „Þetta var bara mikil upplifun, Gunnar var í gervinu allan tímann og gestirnir höfðu alveg ótrúlega gaman af þessu,“ útskýrir Friðrik en hann og Frank ræddu mikið saman um Ísland enda Klovn-stjarnan mikill Íslandsvinur líkt og félagi hans, Casper Christiansen. Fréttablaðið hafði samband við Gunnar sem þá var að snæða hádegisverð í Kaupmannahöfn. Hann segir að tökurnar hafi gengið alveg ótrúlega vel. „Það hjálpar líka mikið að hafa svona mann eins og Frank, maður nefnir bara nafnið hans og þá opnast allar dyr,“ segir Gunnar en tökuliðið hefur verið á þeysingi úti um alla Kaupmannahöfn. Gunnar á ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hversu mikill hæfileikamaður Frank er. „Hann er búinn að vera gjörsamlega frábær, eiginlega framar öllum vonum.“ Reyndar er Frank mikill áhugamaður um handbolta og bauð tökuliðinu heim til sín þegar Ísland átti leik við Serba. Gunnar segir Frank alveg hundrað prósent viss um að Danir muni sigra Íslendinga í leik liðanna á laugardaginn. „Því miður komum við heim á morgun [í dag] því það hefði verið gaman að vera með honum þegar „strákarnir okkar“ vinna danska liðið,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is
Íslandsvinir Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira