Fyrstu einleikstónleikarnir í fjögur ár 1. október 2010 08:15 jóhann jóhannsson Fyrstu sólótónleikarnir hans í fjögur ár verða haldnir í Hallgrímskirkju í kvöld. „Það er búið að standa lengi til að spila á tónleikum á Íslandi. Það er kominn tími til og ég er mjög spenntur,“ segir tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson. Fyrstu sólótónleikar hans í fjögur ár verða haldnir í Hallgrímskirkju í kvöld í samstarfi við 12 Tóna og kvikmyndahátíðina RIFF. Þar ætlar hann, ásamt fimm manna hljómsveit, að spila lög af þremur plötum sínum: Englabörn, Fordlandia og IBM 1401, a User"s Manual. Einnig verður spilað töluvert af óútgefnu efni. Myndefni sem Magnús Helgason hefur gert sérstaklega fyrir tónlist Jóhanns fær einnig að njóta sín á tónleikunum. „Það er æðislegt að geta komið fram á svona veglegum tónleikum í tengslum við kvikmyndahátíðina,“ segir Jóhann. „Það er gaman að geta gert þetta uppi í kirkju og með þessu myndefni frá Magnúsi. Hann hefur ferðast um heiminn með þessar myndir en ekki gert þetta áður á Íslandi. Þetta eru mjög fallegar myndir sem Magnús hefur búið til.“ Jóhann hefur tvisvar áður spilað í Hallgrímskirkju, eða 2003 og 2004. Fyrst með Caput-hópnum og síðan með strengjakvartett og Matthíasi Hemstock. „Hljómurinn hentar tónlistinni minni rosalega vel og svo er ég mikill aðdáandi þessarar kirkju.“ Jóhann hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu að undanförnu, þar á meðal í Lissabon og í Berlín, sem hefur gengið mjög vel. Hann er einnig að ljúka við nýja plötu sem kemur út í maí, auk þess sem hann er að vinna að kvikmyndatónlist við dönsku myndina The Good Life. -fb Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
„Það er búið að standa lengi til að spila á tónleikum á Íslandi. Það er kominn tími til og ég er mjög spenntur,“ segir tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson. Fyrstu sólótónleikar hans í fjögur ár verða haldnir í Hallgrímskirkju í kvöld í samstarfi við 12 Tóna og kvikmyndahátíðina RIFF. Þar ætlar hann, ásamt fimm manna hljómsveit, að spila lög af þremur plötum sínum: Englabörn, Fordlandia og IBM 1401, a User"s Manual. Einnig verður spilað töluvert af óútgefnu efni. Myndefni sem Magnús Helgason hefur gert sérstaklega fyrir tónlist Jóhanns fær einnig að njóta sín á tónleikunum. „Það er æðislegt að geta komið fram á svona veglegum tónleikum í tengslum við kvikmyndahátíðina,“ segir Jóhann. „Það er gaman að geta gert þetta uppi í kirkju og með þessu myndefni frá Magnúsi. Hann hefur ferðast um heiminn með þessar myndir en ekki gert þetta áður á Íslandi. Þetta eru mjög fallegar myndir sem Magnús hefur búið til.“ Jóhann hefur tvisvar áður spilað í Hallgrímskirkju, eða 2003 og 2004. Fyrst með Caput-hópnum og síðan með strengjakvartett og Matthíasi Hemstock. „Hljómurinn hentar tónlistinni minni rosalega vel og svo er ég mikill aðdáandi þessarar kirkju.“ Jóhann hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu að undanförnu, þar á meðal í Lissabon og í Berlín, sem hefur gengið mjög vel. Hann er einnig að ljúka við nýja plötu sem kemur út í maí, auk þess sem hann er að vinna að kvikmyndatónlist við dönsku myndina The Good Life. -fb
Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira