Greta: Æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2010 22:43 Mateja Zver í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel „Mér fannst við ekkert vera lélegri en þær í byrjun og svo fáum við tvö mörk á okkur og missum mann af velli. Þess vegna finnst mér frábært að við sýndum þennan baráttuanda og fáum stigin þrjú," sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir kantmaður Blikastúlka gríðarlega ánægð eftir að Blikar náðu að vinna sig úr því að vera 0-2 undir og vinna leikinn 3-2. „Við ákváðum eftir rauða spjaldið að stíga upp og vera jákvæðar, við misstum aldrei trúna og mér finnst það æðislegt. Ég er ekki viss með þetta rauða spjald, mér sýndist þetta vera bolti í andlit en dómarinn var langt frá og því erfitt að sjá þetta." Blikastúlkur sýndu gríðarlegan karakter með því að koma aftur og sigra þrátt fyrir að hafa verið manni færri meirihluta leiksins og átti Greta Mjöll stóran þátt með tveimur mörkum. „Ég er afar stolt af liðinu, við vorum manni færri en við töluðum um að klára þetta fyrir Önnu og við gerðum það. Við keyrðum okkur allar út og ég held að enginn í liðinu eigi dropa eftir af orku, við bjuggum til auka mann með baráttunni. Við náum að skora mark fyrir hálfleik og það sýndi okkur að við gátum gert þetta, við fundum að við vorum að spila mjög vel. Þá þurftum við aðeins eitt mark til að jafna og það gefur manni aukinn kraft til að klára þetta." Með þessu færa Blikar sig í annað sætið upp fyrir Þór/KA og eru 6 stigum á eftir Valsstúlkum sem virðast vera á góðri siglingu í átt að halda titlinum. „Það er svo æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum, við auðvitað stefnum alltaf á toppinn en við tökum bara einn leik fyrir í einu og við hugsum ekki lengra en það. Maður vinnur ekki leiki fyrirfram og það þarf bara að taka eitt þrep í einu" sagði Greta. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. 20. júlí 2010 22:32 Elva: Ég veit ekki hvað gerðist „Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld. 20. júlí 2010 22:40 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
„Mér fannst við ekkert vera lélegri en þær í byrjun og svo fáum við tvö mörk á okkur og missum mann af velli. Þess vegna finnst mér frábært að við sýndum þennan baráttuanda og fáum stigin þrjú," sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir kantmaður Blikastúlka gríðarlega ánægð eftir að Blikar náðu að vinna sig úr því að vera 0-2 undir og vinna leikinn 3-2. „Við ákváðum eftir rauða spjaldið að stíga upp og vera jákvæðar, við misstum aldrei trúna og mér finnst það æðislegt. Ég er ekki viss með þetta rauða spjald, mér sýndist þetta vera bolti í andlit en dómarinn var langt frá og því erfitt að sjá þetta." Blikastúlkur sýndu gríðarlegan karakter með því að koma aftur og sigra þrátt fyrir að hafa verið manni færri meirihluta leiksins og átti Greta Mjöll stóran þátt með tveimur mörkum. „Ég er afar stolt af liðinu, við vorum manni færri en við töluðum um að klára þetta fyrir Önnu og við gerðum það. Við keyrðum okkur allar út og ég held að enginn í liðinu eigi dropa eftir af orku, við bjuggum til auka mann með baráttunni. Við náum að skora mark fyrir hálfleik og það sýndi okkur að við gátum gert þetta, við fundum að við vorum að spila mjög vel. Þá þurftum við aðeins eitt mark til að jafna og það gefur manni aukinn kraft til að klára þetta." Með þessu færa Blikar sig í annað sætið upp fyrir Þór/KA og eru 6 stigum á eftir Valsstúlkum sem virðast vera á góðri siglingu í átt að halda titlinum. „Það er svo æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum, við auðvitað stefnum alltaf á toppinn en við tökum bara einn leik fyrir í einu og við hugsum ekki lengra en það. Maður vinnur ekki leiki fyrirfram og það þarf bara að taka eitt þrep í einu" sagði Greta.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. 20. júlí 2010 22:32 Elva: Ég veit ekki hvað gerðist „Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld. 20. júlí 2010 22:40 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. 20. júlí 2010 22:32
Elva: Ég veit ekki hvað gerðist „Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld. 20. júlí 2010 22:40