„Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney“ Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. desember 2010 20:15 Graeme McDowell hefur sigrað á fjórum mótum á þessu ári. Nordic Photos/Getty Images Það hefur verið nóg að gera hjá Norður-Íranum Graeme McDowell á undanförnum vikum en hann hefur leikið á atvinnugolfmótum í nokkrum heimsálfum eftir að Ryderkeppninni lauk í byrjun október. McDowell, sem er 31 árs gamall, hefur náð frábærum árangri á þessu ári en hann segir að hann njóti þess að fáir þekki hann úti á götu. „Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney," sagði McDowell í viðtali við Daily Mail á dögunum. McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og er hann fyrsti breski kylfingurinn í fjörtíu ár sem nær þeim áfanga. Hann tryggði Evrópu sigurinn gegn Bandaríkjamönnum í Ryderkeppninni í Wales og nýverið vann hann upp fjögurra högg forskot Tiger Woods á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins í Bandaríkjunum - og er það í fyrsta sinn sem Woods tapar niður slíku forskoti á lokakeppnisdegi á atvinnumóti. Á þessu ári hefur McDowell sigrað á fjórum atvinnumótum og er hann í sjöunda sæti heimslistans. Allar líkur eru á því að hann verði ofarlega í kjöri íþróttamanns ársins hjá BBC og búast margir við því að hann verði efstur í því kjöri. Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá Norður-Íranum Graeme McDowell á undanförnum vikum en hann hefur leikið á atvinnugolfmótum í nokkrum heimsálfum eftir að Ryderkeppninni lauk í byrjun október. McDowell, sem er 31 árs gamall, hefur náð frábærum árangri á þessu ári en hann segir að hann njóti þess að fáir þekki hann úti á götu. „Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney," sagði McDowell í viðtali við Daily Mail á dögunum. McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og er hann fyrsti breski kylfingurinn í fjörtíu ár sem nær þeim áfanga. Hann tryggði Evrópu sigurinn gegn Bandaríkjamönnum í Ryderkeppninni í Wales og nýverið vann hann upp fjögurra högg forskot Tiger Woods á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins í Bandaríkjunum - og er það í fyrsta sinn sem Woods tapar niður slíku forskoti á lokakeppnisdegi á atvinnumóti. Á þessu ári hefur McDowell sigrað á fjórum atvinnumótum og er hann í sjöunda sæti heimslistans. Allar líkur eru á því að hann verði ofarlega í kjöri íþróttamanns ársins hjá BBC og búast margir við því að hann verði efstur í því kjöri.
Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira