Tæpar þrjátíu milljónir platna á fimmtán árum 2. desember 2010 10:45 The Black Eyed Peas Hip hop-sveitin The Black Eyed Peas hefur gefið út sína sjöttu plötu, The Beginning.nordicphotos/getty Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmtán ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginning, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvinsælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórnaði upptökum. Lagið komst í toppsæti vinsældalista í tuttugu löndum og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitnilegt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beginning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrívídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um tilraunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I"ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will.i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveitin sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let"s Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherzinger úr The Pussycat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveitinni Eden"s Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförnum árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáendahópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmtán ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginning, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvinsælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórnaði upptökum. Lagið komst í toppsæti vinsældalista í tuttugu löndum og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitnilegt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beginning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrívídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um tilraunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I"ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will.i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveitin sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let"s Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherzinger úr The Pussycat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveitinni Eden"s Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförnum árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáendahópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira