Feikuð fullnæging Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 14. desember 2010 15:06 Nýverið flutti ég fyrirlestur um sögu titrarans. Sú saga er ákaflega áhugaverð þar sem upphaf hennar má rekja til læknismeðferðar við móðursýki. Konur voru iðulega greindar móðursjúkar og minnti sjúkdómslýsingin á kynsvelta konu og því var eina lækningin fullnæging af hendi læknis eða ljósmóður. Ég lagði sérstaka áherslu á mikilvægi titrarans fyrir fullnægingu kvenna því með tilkomu titrarans færðist athyglin frá innra kynfærinu, það er leggöngum, að því ytra, skapabörmum og sníp, sem mestu máli skiptir fyrir fullnægingu kvenna. Með þessari tæknivæðingu styttist einnig sá tími töluvert sem það tók að framkalla fullnægingu og læknar gátu tekið á móti fleiri þjáðum konum. Það voru því í raun læknar sem færðu okkur titrarann. Eftir fyrirlesturinn vatt sér upp að mér ungur karlmaður sem sagðist vera ósammála mér. Það er í sjálfu sér gott og blessað, nema hvað, hann var ósammála því að konur ættu erfitt með að fá fullnægingu í samförum. Hann tjáði mér að hann og hans vinir hefðu oft haft samfarir við fjölda kvenna sem allar hefðu fengið fullnægingu í beinum samförum án allrar fingrafimi. Þær konur sem ekki hefðu upplifað slíkt hefðu því ekki kynnst bólfimi þeirra félaga. Ég starði á hann í smástund, bara til að vera viss um að hann væri ekki að grínast, áður en ég datt í tölfræðina og heimildirnar. Freud á sökina að þessari tvíhyggju fullnægingarinnar, það er leggöng annars vegar og snípur hins vegar. Hann taldi leggangafullnægingu vera þroskaðri og betri fullnægingu. Í sakleysi mínu taldi ég þessa mýtu vera grafna og gleymda. Sannleikurinn er að meirihluti kvenna getur ekki fengið fullnægingu í beinum samförum heldur þarf aðra örvun. Margir kynfræðingar efast um tilvist fyrirbærisins leggangafullnægingar og telja að snípurinn sé eini staðurinn sem geti framkallað fullnægingu. Ég reyndi hvað ég gat að sannfæra hann, án árangurs. Ég dansaði þá í kringum þá staðreynd að stórt hlutfall kvenna (og aðeins færri karlmenn) hefði „feikað" fullnægingu. Þetta taldi maðurinn vera algera fjarstæðu því sannur karlmaður vissi hvenær kona væri í raun fullnægð. Ég brosti út í annað, klappaði honum á bakið og hvíslaði „When Harry Met Sally" í eyra hans er ég gekk í burtu. Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun
Nýverið flutti ég fyrirlestur um sögu titrarans. Sú saga er ákaflega áhugaverð þar sem upphaf hennar má rekja til læknismeðferðar við móðursýki. Konur voru iðulega greindar móðursjúkar og minnti sjúkdómslýsingin á kynsvelta konu og því var eina lækningin fullnæging af hendi læknis eða ljósmóður. Ég lagði sérstaka áherslu á mikilvægi titrarans fyrir fullnægingu kvenna því með tilkomu titrarans færðist athyglin frá innra kynfærinu, það er leggöngum, að því ytra, skapabörmum og sníp, sem mestu máli skiptir fyrir fullnægingu kvenna. Með þessari tæknivæðingu styttist einnig sá tími töluvert sem það tók að framkalla fullnægingu og læknar gátu tekið á móti fleiri þjáðum konum. Það voru því í raun læknar sem færðu okkur titrarann. Eftir fyrirlesturinn vatt sér upp að mér ungur karlmaður sem sagðist vera ósammála mér. Það er í sjálfu sér gott og blessað, nema hvað, hann var ósammála því að konur ættu erfitt með að fá fullnægingu í samförum. Hann tjáði mér að hann og hans vinir hefðu oft haft samfarir við fjölda kvenna sem allar hefðu fengið fullnægingu í beinum samförum án allrar fingrafimi. Þær konur sem ekki hefðu upplifað slíkt hefðu því ekki kynnst bólfimi þeirra félaga. Ég starði á hann í smástund, bara til að vera viss um að hann væri ekki að grínast, áður en ég datt í tölfræðina og heimildirnar. Freud á sökina að þessari tvíhyggju fullnægingarinnar, það er leggöng annars vegar og snípur hins vegar. Hann taldi leggangafullnægingu vera þroskaðri og betri fullnægingu. Í sakleysi mínu taldi ég þessa mýtu vera grafna og gleymda. Sannleikurinn er að meirihluti kvenna getur ekki fengið fullnægingu í beinum samförum heldur þarf aðra örvun. Margir kynfræðingar efast um tilvist fyrirbærisins leggangafullnægingar og telja að snípurinn sé eini staðurinn sem geti framkallað fullnægingu. Ég reyndi hvað ég gat að sannfæra hann, án árangurs. Ég dansaði þá í kringum þá staðreynd að stórt hlutfall kvenna (og aðeins færri karlmenn) hefði „feikað" fullnægingu. Þetta taldi maðurinn vera algera fjarstæðu því sannur karlmaður vissi hvenær kona væri í raun fullnægð. Ég brosti út í annað, klappaði honum á bakið og hvíslaði „When Harry Met Sally" í eyra hans er ég gekk í burtu. Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun