Tíunda tækifæri Mickelson á árinu til að taka toppsætið af Tiger Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2010 12:30 Phil Mickelson. Mynd/AP Phil Mickelson og Steve Stricker eiga báðir möguleika á því að taka toppsæti heimslistans í golfi af Tiger Woods þegar Deutsche Bank mótinu lýkur í kvöld. Þetta verður í tíunda sinn á árinu sem Mickelson fær tækifæri til að ná í efsta sætið í fyrsta sinn á ferlinum. Tiger Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans síðan 12. júní 2005 (273 vikur) en hann er í 23. sætinu á Deutsche Bank mótinu fyrir lokadaginn. Mickelson er í öðru sæti á heimslistanum og Stricker er í 4. sæti. Þeir eru báðir meðal efstu manna á mótinu, Stricker í fjórða sæti og Mickelson í því sjötta. Phil Mickelson og Steve Stricker geta báðir farið í efsta sæti með sigri á mótinu svo framarlega sem Tiger nái ekki að bæta sína slæmu stöðu verulega. Mickelson fer á toppinn ef hann vinnur mótið, eða með því að ná öðru sæti og Tiger er ekki meðal efstu þriggja, eða ef hann endar í 3. sæti og Woods er ekki meðal níu efstu og svo loks ef hann er í fjórða sæti, Tiger nær ekki einu af 24 efstu sætunum og Stricker vinnur ekki mótið. Stricker þarf hinsvegar að vinna mótið og vonast eftir því að Mickelson verði í 4. sæti eða neðar og Woods komist ekki meðal níu efstu. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö í kvöld. Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Phil Mickelson og Steve Stricker eiga báðir möguleika á því að taka toppsæti heimslistans í golfi af Tiger Woods þegar Deutsche Bank mótinu lýkur í kvöld. Þetta verður í tíunda sinn á árinu sem Mickelson fær tækifæri til að ná í efsta sætið í fyrsta sinn á ferlinum. Tiger Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans síðan 12. júní 2005 (273 vikur) en hann er í 23. sætinu á Deutsche Bank mótinu fyrir lokadaginn. Mickelson er í öðru sæti á heimslistanum og Stricker er í 4. sæti. Þeir eru báðir meðal efstu manna á mótinu, Stricker í fjórða sæti og Mickelson í því sjötta. Phil Mickelson og Steve Stricker geta báðir farið í efsta sæti með sigri á mótinu svo framarlega sem Tiger nái ekki að bæta sína slæmu stöðu verulega. Mickelson fer á toppinn ef hann vinnur mótið, eða með því að ná öðru sæti og Tiger er ekki meðal efstu þriggja, eða ef hann endar í 3. sæti og Woods er ekki meðal níu efstu og svo loks ef hann er í fjórða sæti, Tiger nær ekki einu af 24 efstu sætunum og Stricker vinnur ekki mótið. Stricker þarf hinsvegar að vinna mótið og vonast eftir því að Mickelson verði í 4. sæti eða neðar og Woods komist ekki meðal níu efstu. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö í kvöld.
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira