Diktu-menn brosa hringinn 18. maí 2010 09:45 með gullplötur Meðlimir Diktu með gullplöturnar sem þeir fengu úr höndum útgáfufyrirtækisins Kölska fyrir Get It Together. „Menn bara brosa hringinn og hafa gaman,“ segir Nonni kjuði, eða Jón Þór Sigurðsson, trommari Diktu. Hljómsveitin hefur fengið gullplötu afhenta fyrir að hafa selt plötu sína Get It Together í yfir fimm þúsund eintökum. Alls hafa sjö þúsund eintök verið framleidd og búast má við því að þau rjúki út eins og heitar lummur á næstunni. Dikta hefur átt miklum vinsældum að fagna síðan platan kom út í nóvember og hafa lögin From Now On og Thank You slegið rækilega í gegn. Til að þakka fyrir sig heldur Dikta ókeypis klukkutíma tónleika á Nasa í kvöld klukkan 18 og vegna fjölda áskorana verða tónleikarnir opnir öllum aldurshópum. Nonni viðurkennir að sveitin hafi ekki spilað nóg fyrir yngri aldurshópana. „Við viljum gefa aðeins til baka og þarna getum við slegið tvær flugur í einu höggi,“ segir trommarinn, sem skartar forláta klippingu í anda Idol-dómarans Simons Cowell. „Strákunum fannst þetta eitthvað Simon Cowell-legt. En ég bað um Tom Cruise. Cruise-arinn er flottur. Hann hefur aðeins dalað í seinni tíð en hann á helling inni.“ Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, er rétt eins og Nonni himinlifandi yfir gullplötunni. Hann segist ekki hafa átt von á þessum árangri þegar upptökur á Get It Together hófust. „Ég get alveg sagt það með góðri samvisku að ég átti engan veginn von á því að ég fengi gullplötu upp á vegg. Ég er búinn að finna góðan stað fyrir hana og núna er bara að negla einn nagla og skella henni upp á vegg.“ - fb Lífið Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira
„Menn bara brosa hringinn og hafa gaman,“ segir Nonni kjuði, eða Jón Þór Sigurðsson, trommari Diktu. Hljómsveitin hefur fengið gullplötu afhenta fyrir að hafa selt plötu sína Get It Together í yfir fimm þúsund eintökum. Alls hafa sjö þúsund eintök verið framleidd og búast má við því að þau rjúki út eins og heitar lummur á næstunni. Dikta hefur átt miklum vinsældum að fagna síðan platan kom út í nóvember og hafa lögin From Now On og Thank You slegið rækilega í gegn. Til að þakka fyrir sig heldur Dikta ókeypis klukkutíma tónleika á Nasa í kvöld klukkan 18 og vegna fjölda áskorana verða tónleikarnir opnir öllum aldurshópum. Nonni viðurkennir að sveitin hafi ekki spilað nóg fyrir yngri aldurshópana. „Við viljum gefa aðeins til baka og þarna getum við slegið tvær flugur í einu höggi,“ segir trommarinn, sem skartar forláta klippingu í anda Idol-dómarans Simons Cowell. „Strákunum fannst þetta eitthvað Simon Cowell-legt. En ég bað um Tom Cruise. Cruise-arinn er flottur. Hann hefur aðeins dalað í seinni tíð en hann á helling inni.“ Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, er rétt eins og Nonni himinlifandi yfir gullplötunni. Hann segist ekki hafa átt von á þessum árangri þegar upptökur á Get It Together hófust. „Ég get alveg sagt það með góðri samvisku að ég átti engan veginn von á því að ég fengi gullplötu upp á vegg. Ég er búinn að finna góðan stað fyrir hana og núna er bara að negla einn nagla og skella henni upp á vegg.“ - fb
Lífið Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira